Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 87
Af tveim tökuviðskeytum 85
Það kemur ekki svo mjög á óvart að í einni bókinni skuli með öllu
vera sneitt fram hjá orðum sem enda á -ansk- (sæ.-ísl. orðabók) og
e.t.v. er það athyglisverðara að hinar bækumar innihalda allar einhver
þessara orða, þrátt fyrir talsvert þunga baráttu gegn þeim um árabil.8
En einnig er vert að gefa því gaum að orðið kúbskur er kynnt sem
hugsanlegur þýðingarkostur í tveimur þessara bóka, annars vegar við
hlið orðsins kúbanskur, hins vegar við hlið orðsins kúbverskur, en
jafhvel málvöndunarmenn hafa ekki allir verið sáttir við þessa orð-
myndartillögu, sjá t.a.m. gagnrýni Sverris Páls Erlendssonar 1990.
Orðið mun lítið sem ekkert notað og einungis eitt dæmi kom fram
þegar leitað var að kúbskur og beygingarmyndum þess á Netinu í mars
2007.
Leita þyrfti uppi fleiri dæmi til að fræðast nánar um það hvemig
orðabókahöfundar bregðast við nöfnum á ríkjum og búa til lýsingar-
orð af þeim en þar reynir bæði á tilfinningu þeirra íyrir orðmyndun og
viðhorf til málstefnu. Hér verður þó staðar numið að sinni.
Ýmsum finnst orð eins og kúbanskur, Kúbani, mexíkanskur og
Mexíkani of rótgróin til að rétt sé að amast við þeim og sama eigi við
um Ameríkani þegar það er notað.9 Og þeir sem efast um réttmæti þess
að gera orð með þessum viðskeytum afturreka hafa nokkuð til síns
rnáls, því verður ekki neitað. Ekkert í hljóðafari mælir gegn orðum
eins og burmanskur, kúbanskur, kenýanskur, mexíkanskur, panam-
anskur, perúanskur, sbr. orð eins og afganskur, albanskur og márit-
anskur, þar sem -an- er hluti af stofni. Og fáein tökuorð em til í mál-
'nu með viðskeytunum -ansk- og -ani, sem em almennt viðurkennd,
8 Tekið skal fram að orð af þessum toga vantar í margar orðabækur. Leitað var
að þessum orðum í þremur öðrum bókum sem valdar voru af handahófi. Niðurstaðan
var þessi: Ítölsk-íslensk orðabók e. Turchi (1999): mexíkanskur, mexikóskur, frá
Mexíkó', spænsk-íslensk orðabók e. Sigurð Sigurmundsson (1995): mexíkanskur; ís-
lensk-pólsk/pólsk-íslensk orðabók e. Bartoszek (2006): mexikóskur (og mexíkanskur
' íslenska hlutanum).
9 Athyglisvert er að orðið Ameríkani var notað sem dæmi í auglýsingu um breyt-
ingu á íslenskri stafsetningu 1977 en þar eru talin upp þjóðaheiti, nöfn á íbúum heims-
alfa o.fl., svo sem fslendingur, Evrópumenn og Ameríkanar. Nokkrum árum seinna er
setningin „Þar voru bæði Ameríkanar og Kanadamenn" leiðrétt í „Þar voru bæði
Bandarikjamenn og Kanadamenn" í ritinu Gœtum tungunnar (1984:18).