Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 30
28
Þóra Björk Hjartardóttir
Hér eru auðvitað mörg álitamál í greiningu og túlkun enda ekki við
neinar fyrri rannsóknir að styðjast og efltirfarandi spumingar vakna
óhjákvæmilega: Hvemig er hægt að greina hlutverk hala ífá öðmm
hlutverkum tiltekins orðs? Hvemig á að skilgreina mismunandi virkni
hala? Er alltaf hægt að greina ótvírætt mismunandi virkniþætti hala,
getur það ekki stundum verið háð túlkun rannsakandans hvemig hann
„les“ samskiptin? Hvað sem þessu líður verður hér leitast við að draga
upp mynd af gerð, notkun, virkni og útbreiðslu hala í íslenskum sam-
tölum. Sú mynd á auðvitað fyrst og fremst við samtöl af þeirri gerð
sem hér em lögð til grundvallar en hefur þó líka víðari skírskotun,
einkum hvað varðar form og virkni hala almennt.
з. 2 Gögn
Gögnin, sem notuð vom í þessari rannsókn á hölum í íslenskum sam-
tölum, em útvarpsþátturinn Þjóðarsálin en það var afar vinsæll síma-
þáttur á dagskrá Rásar 2 Ríkisútvarpsins um árabil þar sem hlustend-
ur gátu hringt og tjáð skoðanir sínar á ýmsum málefnum líðandi
stundar eða bara spjallað við þáttarstjómanda á léttum (og stundum
ergilegum) nótum um hverdagsleg efni úr daglegu lífi. Þættimir, sem
em frá vori 1996, em 14 alls, hver um klukkustundarlangur, samtals
и. þ.b. 83.000 orð.12 Samtölin em 165 alls og eiga það eitt sameigin-
legt að þátttakendur em aðeins tveir, stjómandi þáttarins, sem er ekki
alltaf sama manneskjan, og sá sem hringir en það reyndust vera 152
einstaklingar.13
12 Þættimir eru í varðveislu Málvísindastofnunar Háskóla íslands og voru umrit-
aðir af starfsmönnum á vegum hennar. Umritunin stenst þó ekki alveg þær kröfur sem
almennt eru gerðar til samtalsrannsókna og hér hefur hún verið löguð að því sem
venja er í þeim fræðum. Þættimir hafa verið notaðir sem gögn í viðamikilli rannsókn
á notkun vera búinn að (Wide 2002), á nú (Wide 1998) og í ítarlegri rannsókn Helgu
Hilmisdóttur (2007) á nú og núna í samtölum. Enn fremur notaði Jóhanna Barðdal
(2001) hluta af gögnum Þjóðarsálarinnar í rannsókn sinni á follum í íslensku. Ástæða
þess að gagnabankinn ÍSTAL, sem inniheldur sjálfsprottin samtöl (sjá Þómnni Blön-
dal 2005a: 108-110), var ekki notaður í þessa rannsókn er einfaldlega sú að þau gögn
vom ekki fyrir hendi þegar frumdrög rannsóknarinnar vom lögð. Samanburður við
gögnin í ÍSTAL væri áhugaverður en hann bíður betri tíma.
13 I þremur þáttum sat gestur fyrir svömm hlustenda en stjómandi hélt sig þá til