Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 174
172
Guðrún Kvaran
arfjörð. Seðillinn í Þórbergssafni bætir því við vitneskjuna um merk-
ingu og útbreiðslu.
bambra „vb. intr., ganga erfiðlega: „bambra á móti roki, b. með
vatnsfotur.“ Ámess.“ „bambur n. (án flt.), erfiður gangur (sbr.
bambra). Ámess.“ „bambur, hvk.? það að e-ð gengur illa: það verð-
ur bambur úr því. Suðursv. (Steinþ.).“ bambur „það er mikið bamb-
ur, það er mikið basl. Ám. (Jón Sig.).“
ÍO (1983:55) merkir sögnina bambra ekki sem staðbundna og gef-
ur sem merkingu tvö ‘staulast, baksa’. Undir flettunni 2 bambur er
gefin merkingin ‘baks, staut’. Um sögnina hefur Þórbergur aðeins eitt
dæmi úr heimasveit sinni en um nafnorðið dæmi bæði þaðan og úr Ár-
nessýslu. B1 (1920-1924:59, 63) þekkir sögnina notaða um að ‘svolgra,
teyga’ en við nafnorðið 2 bambur vísar hann í basl og merkir orðið
Austur-Skaftafellssýslu. Fyrsta merking í basl er ‘vandræði’ og kem-
ur það heim og saman við seðla Þórbergs. í vasabók Bjöms M. Ólsens,
sem merkt er nr. I (90), er bambur í merkingunni ‘basl, bamingur’
merkt Austur-Skaftafellssýslu og hefur B1 sótt heimild sína þangað. í
vasabók nr. XXX (36) er bambur einnig að finna og er merkingin sögð
‘örðugleikar, mótlæti, basl’. Hún er ekki merkt landshluta en orðin í
kring em merkt Ámessýslu.
í Rm em aðeins fjögur dæmi um sögnina að bambra og em þau öll
notuð um að ‘baksa við eitthvað, gera eitthvað með erfiðismunum’. í
Tm vom fimm dæmi um sögnina og er eitt þeirra frá Steinþóri á Hala,
bróður og heimildarmanni Þórbergs. Sunnlenskur heimildarmaður
þekkir að bambra við í merkingunni ‘bisa við’ og tvö dæmi vom um
að bambrast með e-ð í merkingunni ‘rogast með, baksa úti í vondu
veðri’. Annað þeirra var úr Ölfusi en hitt af Austurlandi.
Aðeins eitt dæmi fannst í Rm um nafnorðið bambur. Það var í vísu
í bókinni Eyfellskar sagnir eftir Þórð Tómasson (1949). Hún er svona:
„Frí af drambi fordildar / flyðm rambar velli, / sá við bambur búskap-
ar / býr á Lambafelli“ (Þórður Tómasson frá Vallnatúni 1949:85). I
Tm em tvær heimildir og er önnur þeirra firá Steinþóri á Hala en hin
úr Rangárvallasýslu og er merkingin þar sögð ‘erfiði, erfíðleikar’. Af
heimildum að dæma era bæði sögnin og nafnorðið aðeins notuð á