Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 140
138
Guðrún Kvaran
Sturlungu í Reykjarfjarðarbók, AM 122 b fol., en mestur hluti þáttar-
ins er nú glataður. Séra Þorsteinn Bjömsson á Útskálum skrifaði þátt-
inn upp um miðja 17. öld á meðan hann var enn heill og í stað „iotvr“
skrifaði hann „Jetur“ (AM 204 fol., blað 69r).3 Sagan um andlitsmein-
ið er tekin upp í Guðmundar sögu, C-gerð, sem er óprentuð. Sá hluti
hennar sem skiptir máli hér er varðveittur í einu handriti sem hefur
textagildi og var það skrifað um miðja 17. öld af Þorleifí Jónssyni í
Grafarkoti. Þar er umrædd orðmynd skrifiið „Jetvr“ (Sth. papp. fol. nr.
4, blað 85r). Af þessum tveimur 17. aldar handritum virðist mega
draga þá ályktun að myndin jetur hafi þá þekkst í máli manna þótt
engin önnur hafí fundist enn sem komið er. Aðeins eitt ömggt dæmi
fannst um orðmyndina jetur í fleirtölu, s.s. ‘jötur’, í ritmálssafni Orða-
bókarinnar í heimild frá 1840 sem sýnir þó að eitthvað hefur orðið lif-
að í máli manna í eiginlegri merkingu. Þar er orðið prentað étur: „bjó
til étur úr tilfengnum hellum allt í kring“ og ljóst er af samhenginu að
átt er við jötur (Guðni Jónsson 1940-54, 3:15).
Dæmið úr lausavísunni eftir Illuga Bryndælaskáld, sem talin er frá
11. öld en varðveitt er í handriti frá 17. öld (AM 158 8vo), er að fínna
í eftirfarandi ljóðlínum:
Huyt stendur Heydar iótra
hlin firi gamne mijnu.
Þama kemur fram kvenkenning, þ.e. hvít heiðar jótra Hlín. í orðabók
Sveinbjamar Egilssonar (1966:330) í útgáfu Finns Jónssonar er gefin
merkingin ‘kindtand’ við jótr, heiðarjótr telur Finnur að merki ‘sten’
og að Hlín hans sé ‘kona’. í uppskrift Finns Jónssonar í A-hluta Den
norsk-islandske Skjaldedigtning (Finnur Jónsson 1912-15, Al:384)
em aðeins prentuð þessi tvö vísuorð. í B-hluta (Finnur Jónsson
1912-15, Bl:354) er orðmyndin prentuð með ‘ó’, jótra. Svo virðist
sem merkingin ‘jaxl’ komi fyrst fyrir í orðabókum hjá Sveinbimi Egils-
syni (1860). Orðabók hans kom fyrst út í heftum með latneskum skýr-
3 Um er að ræða nýlegt blaðsíðutal, eldra númer er 335r. Ég þakka Magnúsi
Haukssyni og Jonnu Louis-Jensen á Den Amamagnæanske Samling í Kaupmanna-
höfn íyrir upplýsingamar um blöðin í handritunum AM 204 fol. og Sth. papp. fol. nr.
4.