Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 115
Hriflingabj argir Halldórs Laxness
MAGNÚS SNÆDAL
í 24. árgangi íslensks máls (2002) sér Guðrún Kvaran sem oftar þætt-
inum Orð af orði fyrir efni. Nefnir hún samantekt sína Úr fórum Hall-
dórs Laxness. Hér verður aukið svolitlu við umfjöllun hennar um
orðasambandið að fara á hriflingabjörgum (Guðrún Kvaran 2002:
231-233).
Eins og Guðrún rekur hafði Vilmundur Jónsson sett saman lista
yfir nokkrar persónulegar stíltegundir en Þórbergur Þórðarson skrifaði
skýringar á heitum nokkurra þeirra „sem ekki skýra sig sjálf ‘ í bréfi
fil Stefáns Einarssonar, prófessors í Baltimore, 1953. Hvort tveggja,
listi Vilmundar og skýringar Þórbergs, er prentað í fyrra bindi greina-
safns Vilmundar (1985:307-310) en bréfið hafði áður verið birt í
Helgarpóstinum 28. ágúst 1981. í skýringum sínum við stílheitið
hriflingabjargastíll segir Þórbergur m.a. (Vilmundur Jónsson 1985:
308-309):
Halldór Kiljan Laxness segir í einhverri bók sinni, að steinn hafi farið á
hriflingabjörgum niður gil eða fjallshlíð. í orðasafni mínu, sem Halldór
hafði nokkur kynni af í eina tíð, ætla ég, að fyrirfinnist orðatiltækið að
fara á hriflingabjörgum, hvort sem hann hefir það þaðan eða úr annarri
átt. Orðatiltækið þýðir að ferðast með hjálp manna á þann veg, að ein-
hver skýtur undir ferðalanginn hesti nokkum spöl, annar feijar hann
máske yfir vík eða vog, sá þriðji ljær honum ef til vill dróg lengra áleið-
is o.s.frv. Orðatiltækið hljómar dálítið skringilega, er þar að auki fágætt
°g þorra manna lítt skiljanlegt og þessvegna freistandi til skrauts og lær-
dómslistarlegrar sýningar í skáldverki, sem á að gera lukku. En höfund-
inum hefir annaðhvort verið farin að fymast merking þessa orðatiltækis
eða hann hefir misskilið hana frá upphafi, því að hann virðist ætla, að
hriflingabjörg séu klettabjörg eða klettahjallar, sem steinninn hafi
skondrað ffamaf niður gilið eða fjallshlíðina.
S'ðan kemur frekari útlistun á því hvemig heitið hriflingabjargastfll
er hugsað en hún skiptir ekki máli hér. Þórbergur er ekki tiltakanlega
nákvæmur þegar hann lýsir því hvar og hvemig Halldór notaði orða-
klenskt
mál 28 (2006), 113-115. © 2007 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.