Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 218
216
Frá Islenska málfrœðifélaginu
ins fékk félagið styrk frá forseta Alþingis (80.000 kr.) og utanrikis-
ráðuneyti (50.000) en sá síðamefndi var reyndar ekki veittur fyrr en í
ársbyrjun 2007. Simas Karaliunas, prófessor í litháísku, hafði verið
boðið frá Litháen til að halda erindi á ráðstefnunni en vegna veikinda
varð hann að hætta við íslandsfor á síðustu stundu.
Föstudaginn 12. janúar 2007 hélt Kristín M. Jóhannsdóttir erindi
sem hún nefhdi „Framvinduhorf í íslensku“.
21. Rask-ráðstefnan var haldin í samvinnu við Málvísindastofn-
un Fláskóla íslands laugardaginn 27. janúar 2007 í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns íslands. Á ráðstefnunni vom haldin ellefu erindi:
Ari Páll Kristinsson: „Stafsetningarorðabókin 2006“, Margrét Jóns-
dóttir: „Stafsetningarorðabókin“, Kristín Bjamadóttir: „Enn um
-na. Um eignarfall fleirtölu af veikum kvenkynsorðum í Beygingar-
lýsingu íslensks nútímamáls", Tony Kroch (Pennsylvaníuháskóla;
NORMS): „Finding Dynamics in a Corpus: the Case of English
Verb Movement“, Hrafn Loftsson og Eiríkur Rögnvaldsson:
„Hlutaþáttun íslensks texta“, Jón Hilmar Jónsson: ,Jslenskt orðanet
— efniviður og uppbygging“, Ásta Svavarsdóttir: „Orð nema land“,
Guðrún Kvaran: ,fótur, jútur og önnur skyld orð“, Kristín Eik
Gústafsdóttir: „Hálb er öld hvar“, Bjarki M. Karlsson: „Tvinnhljóð
í íslensku?", Þóra Másdóttir: „Frávik í ffamburði tveggja og þriggja
ára bama. Greining í anda Davids Stampe“. Ráðstefnan var haldin í
tengslum við Málþing um setningarstöðu sagna sem haldið var hér
á landi fostudaginn 26. janúar á vegum Nordic Center of Excellence
in Microcomparative Syntax (NORMS) og Málvísindastofnunar
Háskóla íslands og var Tony Kroch, sem talaði á Rask-ráðstefnunni
hér á landi í boði NORMS. í ráðstefnulok vom léttar veitingar í
boði JPV útgáfu.
Vefsíða félagsins, http://www.imf.hi.is, var stórbætt á árinu og
hafði Bjarki M. Karlsson veg og vanda af þeirri vinnu. Á vefhum er
nú að fínna dagskrár allra ráðstefna sem haldnar hafa verið á vegum
félagsins og myndir ffá ráðstefnu til minningar um Jömnd Hilmarsson
(25. nóvember 2006) og 21. Rask-ráðstefnunni (27. janúar 2007). Enn
fremur var sett upp sérstök síða helguð Jömndi Hilmarssyni þar sem
er að fínna stutt æviágrip hans á íslensku og ensku, auk ritaskrár.