Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 122
120 Eiríkur Rögnvaldsson
ir á er líklegt að þama séu tengsl á milli. í dæmunum í (1) er eins og
sjálfur sé einhvers konar viðbót til frekari áherslu. í (2) virðast sjálfur
og eignarfomafnið nær því að mynda eina heild, vera eitt fomafn þar
sem endurvísunarhlutverkið hefur færst af eignarfomafninu yfir á
sjálfur (eða á sambandið í heild).
1.2 Eignarfornafn hefur áhrif á persónufornafn og öfugt
Þessi breyting hefur síðan áhrif á sambönd þar sem sjálfur stendur
með persónufomafni eða afturbeygðu fomafni í eignarfalli, á eftir for-
setningu eða sögn. Þar varð engin breyting á falli, því að persónufor-
naíhið eða afturbeygða fomafnið sambeygðist sjálfur fyrir. Það var
hins vegar fallmyndin sem breyttist — bætti við sig -s og lagaði sig
þannig að eignarfomafninu. Einnig má orða þetta þannig að í þessum
samböndum fari menn að nota eignarfomafn í stað persónufomafhs
eða afturbeygðs fomafns, eins og fram kemur hér í lýsingu Fritzners.
Som man ogsaa i andre Tilfælde i Forbindelse med sjalfs har sat Gen. af
det possessive Pronomens Neutrum brugt substantivisk [...] istedetfor
Gen. af det tilsvarende personlige Pronomen [...] (Fritzner 1954:261).
(3) a. að ekki hefðir þú sigrað mig ef þú [kk.] nytir engis að nema
[sjálfs þíns]. (Þorvalds þáttur tasalda, s. 2320)
b. og þó þeir einir að nauðsyn heldur til að hver gæti [sjálfs síns].
(Bandamanna saga, s. 10)
Hitt gerist svo líka, að notuð er orðmynd sem formlega er persónufor-
nafn eða afturbeygt fomafn þar sem búast mætti við eignarfomafni.
(4) a. er þú [kk.] dregur fram hluta mörlandans en svívirðir [[sjálfs
þín] menn]. (Gull-Ásu-Þórðarþáttur, s. 2131)
b. Sú er fleiri manna sögn að Magnús færi að [[sjálfs sín] vilja].
(Saga Inga konungs og brœðra hans, s. 765)
c. Virð þú [kk.] til elsku mína og [manndóm [sjálfs þín]], að þú
hefnir föður míns. (Sörla saga sterka, 15. kafli)
d. Er nú vel, að hann gjaldi [einræðis [sjálfs sín]]. (Hrólfs saga
Gautrekssonar, 17. kafli)