Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 54
52
Þóra Björk Hjartardóttir
þess sem sagt var reyndust tiltölulega fáir, en gera má því skóna að í
vitund flestra séu þeir einkum tengdir því hlutverki enda oftast þannig
lýst í bókum. Sjá mátti greinileg vensl á milli forms og virkni hala.
Annars vegar eru halar sem hafa þá virkni að draga fram bein andsvör
(,staðfesting, mildan, áskorun og samþykki) frá hlustanda og í því
skyni eru íyrst og fremst notuð orðasamböndin er það og er það ekki.
Hins vegar eru halar sem notaðir eru sem merki um samkennd og at-
hygli eða tengsl viðmælenda og sú virkni er einkum látin í ljós með
smáorðinu ha en einnig með orðinu skilurðu þótt dæmi um það hafi
verið snöggtum færri en um ha. Hér var nokkum veginn um fyllidreif-
ingu að ræða: ha og skilurðu em næsta fátíð í fyrmefndri notkun og er
það (ekki) kom ekki fyrir í síðamefndu notkuninni.
Gögnin, sem notuð vom í þessari rannsókn, vom tveggja manna sam-
töl úr símaþættinum Þjóðarsálinni, alls um 14 klukkustunda efni. Sam-
tölin eiga sér ekki stað augliti til auglitis og formgerð þeirra er að sumu
leyti bundin þar sem um símasamtöl er að ræða með tilteknum hlutverka-
skiptum. Enn fremur hafa þau ekki einungis samskiptin sem aðaltilgang
heldur em þau einnig ætluð þriðja aðila, útvarpshlustendum. Að þessu
leyti em þau ffábmgðin hversdagslegum sjálfsprottnum samtölum og
engan veginn víst að niðurstöður á notkun hala í slíkum samtölum yrðu
með sama hætti svo að varlega skal farið í alhæfmgar um hala almennt í
samtölum í íslensku. Þó tel ég að niðurstöður þessarar rannsóknar gefi
ótvíræðar vísbendingar sem nota mætti sem undirstöður undir frekari
rannsóknir á þessu margbrotna atriði í öðrum samtalsgerðum.
HEIMILDIR
Alexander, L.G. 1988. Longman English Grammar. Longman, London.
Andersen, Gisle. 2000. Pragmatic Markers and Sociolinguistic Variation. A rele-
vance-theoretic approach to the language of adolescents. John Benjamins Pub-
lishing Company, Amsterdam.
Andersson, Lars-Gunnar. 1985. Fult sprák. Svordomar, dialekter och annat ont.
Carlssons, Malmö.
Brown, Penelope og Stephen Levinson. 1987. Politeness: Some Universals in Langu-
age Usages. Cambridge University Press, Cambridge.
Cameron, Deborah. 2001. Working With Spoken Discourse. SAGE Publications,
London.