Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 215
Ritfregnir
213
Samanburður á germanskri setningagerð
Jutta M. Hartmann og Lázló Molnárfi (ritstj.). 2006. Comparative Studies in
Germanic Syntax. From Afrikaans to Zurich German. John Benjamins, Amster-
dam. vi + 331 bls.
I formála þessarar bókar kemur frarn að hún inniheldur úrval greina sem eru byggðar
á fyrirlestrum á ráðstefnu sem var haldin í Tilburg í Hollandi í júní 2005 (The 20th
Comparative Germanic Syntax Workshop). Fyrirlestrar frá ráðstefnum í þessari ráð-
stefnuröð hafa allnokkrum sinnum verið gefnir út í bókum eða sérheftum tímarita. ís-
lenska gegnir oft býsna veigamiklu hlutverki í samanburði af þessu tagi og greinam-
ar í þessari bók em engin undantekning frá því. Að vísu fjallar engin grein sérstaklega
um íslensku, en íslenska er þó í nokkmm brennidepli í grein eftir Halldór Armann
Sigurðsson (The Nom/Acc Alternation in Germanic) þótt sú grein fjalli almennt um
samspil nefhifalls og þolfalls í germönskum málum. En í öðmm greinum er t.d. vik-
ið að íslenskum agnarsögnum (e. particle verbs), þolmynd, stöðu neikvæðs andlags,
notkun fomafns með nöfitum (hún Anna, þau Gísli), stílfærslu og fleim.
Höskiddur Þráinsson
Greinasafn Warrens Cowgills
The Collected Writings of Warren Cowgill. 2006. Edited with an Introduc-
tion by Jared S. Klein with contributions by other former colleagues and
students. Beech Stave Press, Ann Arbor/New York. lviii + 578 bls.
Warren Cowgill (1929-85) var prófessor við Yale-háskóla í New Haven í nærri þijá
áratugi. Hann kom víða við í rannsóknum sínum í indóevrópskri samanburðarmál-
ffæði og fékkst meðal annars við efni á sviði indó-íranskra mála, grísku, ítalískra mála
og keltneskra, tokkarísku, baltó-slavnesku og germönsku. Nú hefur öllum helstu
greinum hans verið safhað á eina bók ásamt tveimur áður óbirtum greinum. Jafnframt
er prentað áður óbirt „sjálfsævisögubréf' Cowgills sem hann skrifaði að beiðni Mál-
vísindasamtaka Bandarikjanna (Linguistic Society of America) árið 1984. Jared S.
Klein skrifar inngang og hefur tekið saman ritaskrá Cowgills og loks em prentuð
minningarorð sem samstarfsmenn Cowgills og nemendur fluttu við minningarathöfh
um hann við Yale-háskóla haustið 1985. í bókinni er að sjálfsögðu að finna greinar
Cowgills um uppmna gotnesku sagnarinnar iddja og hinnar fomensku eode ‘fór’
(„Gothic iddja and Old English eode“,1960) og um beygingu og uppmna germanskra
ö-sagna („The Inflection of the Germanic ö-Presents,“ 1959) sem löngu em orðnar
klassískar og einnig áður óbirt grein hans um uppmna z- eðá r-mynda germanskra for-
nafna (t.d. ísl. þeirri, þeirrar, þeirra) og sterkra lýsingarorða (t.d. ísl. allri, allrar,
allra) („The z-Cases of Germanic Pronouns and Strong Adjectives").
Haraldur Bernharðsson