Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 130
128
Eiríkur Rögnvaldsson
hvað skólafólki er kennt í þessum efnum, og hvort málnotendur geta
einhvers staðar gengið að einhverjum upplýsingum um notkun þess-
ara sambanda. Jakob Jóh. Smári (1920:120) segir í íslenzkri setninga-
frœði fyrir tæpum 90 árum:
(...) reglan í nýísl. ritmáli er sú, að nota eignarfall af »sjálfur« í
réttri tölu og eignarfall persónufornafnsins, en ekki eignarfornafn
(t.d. stela úr sjálfs sín hendi, eg kom til sjálfs mín aftur, hún kom til
sjálfrar sín, þeir gæta sjálfra sín, kraftur sjálffa vor o.s.ffv.).
Miðað við þá texta sem ég hef skoðað er hæpið að þetta standist, en
það fer þó eftir því hvaða skilningur er lagður í orðið regla. Ef það
merkir ‘venja’ er þetta ekki rétt. Hér er miklu fremur um að ræða reglu
í skilningi forskriftarmálfræði, þ.e. einhvers konar viðmið eða norm
sem notað er í kennslu og málfarsleiðbeiningum án þess að auðvelt sé
að átta sig á uppruna þess eða forsendum. Sé flett upp á sjálfur í Mál-
farsbanka Islenskrar málstöðvar á netinu finnst t.d. eftirfarandi klausa:
Rétt er að segja að einhver sé sjálfs sín herra en ekki „sjálfs síns herra“.
http://www.ismal.hi.is/malfar/
Engin skýring er gefin á þessu. Notandinn fær ekkert að vita við hvað
er miðað, á hverju þessi afdráttarlausa regla byggist.
Það er þess vegna forvitnilegt að velta því fyrir sér á hverju hún
gæti byggst. Varla á aldri, vegna þess að sjálfs sín er yngst af þeim
þrem samböndum sem til greina koma. Sé litið á hefð á sjálfs síns sér
óslitna hefð allt frá fommáli, en varla er hægt að tala um að hefðin fyr-
ir sjálfs sín sé eldri en frá seinni hluta 19. aldar. Ef við lítum aftur á
móti á tíðnina þá er sjálfs sín vissulega algengast í nútímamáli, en
sjálfs síns er þó mjög algengt líka, a.m.k. í óformlegu ritmáli. Hins
vegar virðist sjálfs sín vera það eina sem talið er rétt í skólum og mál-
farsleiðbeiningum.
4. Niðurstöður
I þessari athugun hefur komið í ljós að hvorki dómari í sjálfs sín sök
né dómari í sjálfs síns sök samræmist uppmna orðasambandsins, held-