Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 206
204
Ritdómar
Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfrœði. ís-
lensk tunga 2. Almenna bókafélagið, Reykjavík. xviii + 469 bls.
1. Inngangur
Bókin Orð eftir Guðrúnu Kvaran er ein þriggja bóka verks sem heitir íslensk tunga.
Aðdragandi er orðinn býsna langur og gerir verkefnisstjóm ítarlega grein fyrir málinu
í formála fyrsta bindis, Hljóðs eftir Kristján Ámason. Þar segir að upphaf verksins
megi rekja allt til ársins 1994 þegar samþykkt var tillaga til þingsályktunar um stofn-
un Lýðveldissjóðs. Verkefnisstjóm rekur aðdraganda málsins og þá niðurstöðu að láta
semja m.a. „Þrjár viðamiklar handbækur, einkum ætlaðar kennurum." Verkefhisstjóm
samdi ritstjómarstefnu þar sem markmiðum er m.a. lýst. Þau em að semja yfirlit yfir
íslenskt mál og málfræði, um fræðigreinina í fortíð og nútíð og loks yrðu þar kynntir
nýir straumar. Enn fremur vom lagðar línur um málfar, málsnið og stíl í bókunum og
steftiu um hugtakanotkun og fræðiorð. Bent er á í formála að ekki sé auðvelt að fylgja
þessari stefnu í hvívetna og að reynslan verði að skera úr um hvemig til hafi tekist.
Það er auðvitað. Hitt er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að bækumar áttu að geta
nýst á tvo nokkuð mismunandi vegu, bæði sem hefðbundið uppflettirit og sem yfír-
litsrit. Þessi markmið em sennilega ósamrýmanleg en þó er þessi viðleitni virðingar-
verð og hefúr sennilega nokkuð vel tekist til að þessu sinni. Enn má nefna að hand-
bækur þessar eigi ekki síst að geta nýst kennurum í grunnskólum og ffamhaldsskól-
um, jafnframt sem handbækur nemendum í framhaldsskólum (ekki nákvæmlega til-
greint í hvomm framannefndra skilninga). Loks segir að bækumar „ættu líka að koma
að sérlega góðu gagni fyrir háskólanema á ýmsum sviðum; kennaranema, nemendur
í íslensku, málvísindum og erlendum tungumálum.“ Að síðustu em kennslubókahöf-
undar nefhdir til sögu sem markhópur. í lok þessara hugleiðinga um Orð verður lítil-
lega vikið að því hvemig til hefúr tekist með sum þessara markmiða.
2. Efni bókar
Handbókin Orð er í fjórum meginhlutum. í fyrsta hluta er fjallað um efni bókarinnar,
hugtök sem liggja til grundvallar rannsóknarsögu og ýmislegt fleira. í öðrum hluta,
sem jafhframt er meginpartur bókar, ríflega 300 síður, er að flestu leyti hefðbundin
lýsing á orðmyndunar- og beygingarkerfi íslenskrar tungu. í þriðja hluta er á um
fjömtíu síðum rætt um sögu tungunnar og að lokum ræðir höfúndur á tæplega tíu síð-
um um hugtakið handbók og hvað eigi að vera í slíkri bók. Efnið er sem sagt afar yfir-
gripsmikið, víða er komið við og rannsóknarefnið er gríðarlegt því að óhætt er að
segja að fátt hefúr verið jafn mikið rætt af fræðimönnum og beygingarfræði. Þess ber
einnig að minnast að stundum vill brenna við að orðin málfrœði og beygingarfrœði
em notuð sem nokkurs konar samheiti, einkum þegar skólamálffæði á í hlut. Svo mikill
er virðingarsess beygingarfræðinnar á íslandi. Það er ekki undarlegt því að íslenska er
mikið beygingarmál eins og stundum er sagt og er þá oft litið til samtímamála á Norður-
löndum og enskrar tungu.
íslenskt mál 28 (2006), 204-209. © 2007 Islenska málfrœðifélagið, Reykjavík.