Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 108
106
Þorsteinn G. Indriðason
Eins og fram kom i kafla 4.1 finnast dæmi um sjálfstæða notkun líki
og því verður að svara spumingunni í (8a) játandi en dæmin em ekki
mörg, a.m.k. ef miðað er við það hversu oft það kemur fyrir innan
orðs. Aður hefur verið bent á að slík dæmi útloka ekki málfræðingu,
þ.e. sjálfstæða orðið og bundni liðurinn eða viðskeytið geta lifað hlið
við hlið, sbr. (lb). Svarið við (8b) hlýtur að vera neikvætt í ljósi þess
að aðeins fínnst eitt dæmi um -líki sem fyrri lið samsetningar í RMS,
nefnilega líkis-brigði ífá 19. öld, og ekkert dæmi við leit á veraldar-
vefnum. Svara verður spumingunni í (8c) játandi því að fjölmörg
dæmi em um að -líki geti tekið með sér fyrri lið í eignarfalli, sbr. brim-
ils-líki, frumvarps-líki og tímarits-líki. Þetta segir þó ekki neitt afger-
andi um skyldleika -líki við sjálfstæð orð því að sum viðskeyti geta
einnig tekið með sér slíka liði, sbr. geðs-legur og háska-legur, eins og
áður hefur komið fram. Spumingin í (8d) snýst um það hvort líki geti
verið gmnnorð í orðmyndun. Svarið er neikvætt, þ.e. engin dæmi fínn-
ast um að líki geti tekið með sér viðskeyti. Afleidd orð á borð við *líkis-
legur eða *líkis-háttur fínnast ekki. Svarið við (8e) er einnig neikvætt
(í orðum eins og smjör-líki og bjór-líki verður ekki lokhljóðsinnskot í
r/-klasanum) sem bendir til skyldleika við sjálfstæð orð en eins og í
(8c) er þessi mælikvarði ekki afgerandi því að sömu hljóðkerfislegu
hegðunina er einnig að finna milli gmnnorðs og sumra viðskeyta.
Niðurstaðan af þessu er því sú að aðeins (8a) bendi til afgerandi skyld-
leika við sjálfstæð orð. í raun benda fleiri atriði til skyldleika við
bundna liði eða viðskeyti.
4.4.2 Er munur á liki og -líkil
Eins og komið hefur fram hafa sjálfstæð orð fasta og óbreytanlega
merkingu hvort sem þau standa ein sér eða sem hluti orða. Þetta virð-
ist hins vegar ekki eiga við um líki í öllum tilvikum, sbr. (3b). Orð-
hlutinn virðist ekki alltaf hafa sömu merkingu og sjálfstæða orðið og
slíkt bendir til málfræðingar. Þegar talað er um „ýms líki skáldskap-
arins“ í (4f) er átt við ýmsar birtingarmyndir skáldskaparins. Þegar
hins vegar talað er um skáldskaparlíki er hægt að túlka merkingu orðs-
ins á þá vegu að eitthvað líkist skáldskap en er það ekki, nær ekki upp