Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 145
143
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð
í orðsiíjabók Ásgeirs Blöndals sjálfs er flettan jótur sögð karlkyns
í merkingunni ‘jaxl; andlitsmein; kaun’ (1989:434-435). Undirfletta
er lýsingarorðið jótrað(u)r ‘öróttur, hrukkóttur’ sem Ásgeir telur að
geti verið nafnleitt afjótur eða lýsingarháttur þátíðar af sögninni jótra,
sbr. nísl. jótra ‘jórtra’. Hann telur orðið jútur í merkingunni ‘bólgu-
hnúður; stór og sver maður’ vera framburðarmynd af jótur
(1989:436). Undir þeirri flettu bendir Ásgeir á að fleiri dæmi séu um
að (j)ó > (j)ú, einkum í áherslurýrum samsetningarliðum. Ekki mundi
ég eftir öðrum dæmum um jó > jú en troðjúlast ‘troðast, ryðjast fram’
sem hliðarmynd við troðjólast, júlfeitur sem hliðarmynd við jólfeitur
‘mjög feitur’ þar sem ekki er um áherslurýrt atkvæði að ræða, og
jerjúr fyrir jerjór í merkingunni ‘já, jú’. Reyndar má ef til vill nefna
jógúrt og júgúrt. Uppruna jótur og jótra telur Ásgeir annars óvissan.
Hann nefnir sem möguleika tengslin við fomensku og fomháþýsku
eins og Alexander og Jan de Vries, þ.e. gerir ráð fyrir *jeuhtra- eins
°g de Vries. Hann nefnir einnig fomháþýsku jucchen og fomensku
gyccan í merkingunni ‘klæja’.
Ásgeir gerir þó ffemur ráð fyrir að jótur eigi rætur að rekja til
*ehtru- og tengir orðin við agn, jaxl og nafnorðið æja í merkingunni
‘biti, ögn af e-u’. Upphafleg merking hafí þá verið ‘jaxl, tönn’ og það-
an hefðu æxlast merkingartilbrigðin ‘átumein, bólguhnúður, stór og
sver maður’. Þá verður að gera ráð fyrir samlögun, ht > tt þar sem tt
hefur styst í einfalt t á undan r eins og Alexander Jóhannesson nefnir
dæmi um í íslenzkri tungu í fornöld (1923:175) og vísar þar til Hof-
forys en hann benti á að löng samhljóð, þar á meðal tt, hefðu styst á
undan sumum samhljóðum, einkum r, s og ð. Orðmyndin væri þájöt-
Ur eins og sú sem þeir Vrátný og Reichbom-Kjennemd vildu lesa í
Guðmundar sögu B. Ásgeir nefnir undir flettunni eta, sem hann segir
óklofna mynd af jata (1989:157), að í fleirtölu merki etur einnig
krabbamein’. Ekki tekur hann fram undir jata að jötur í fleirtölu geti
’Uerkt ‘krabbamein’.
Ef ég dreg saman það sem Qallað var um í þessum kafla em það
uánast eingöngu orðabókarmenn sem skrifað hafa um þau orð sem til
umfjöllunar em. Það var þó Karel Vrátný sem fyrstur benti á að lesa
æUi jqtur í Guðmundar sögu og tengdi orðið fleirtölumyndinni etur