Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 82
80
Veturliði G. Óskarsson
Sum orð af þessu tagi hafa horfið aftur, svo sem frakkneskur, og nú er
þetta viðskeyti lítið notað við orðmyndun.4
Hér má einnig geta um orðhlutann -versk- sem er þó ekki eiginlegt
viðskeyti að uppruna heldur bundið við að hliðstætt nafnorð endi á
-verji. í nútímamáli hefur stundum verið reynt að nota það við lærða
orðmyndun, sbr. nýyrðið kúbverskur.
I upphafi ritaldar hafa þannig verið til viðskeytin -sk-, -nesk- og
-versk- til að mynda lýsingarorð af íbúa- eða staða- og landaheitum.
Dæmi eru frá síðustu öldum um lýsingarorð með önnur viðskeyti en
oftast eru þar á ferðinni sýndarviðskeyti, órjúfanlegir hlutar tökuorða.
Hér eru nokkur dæmi úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (stytting-
ar eru þær sömu og notaðar eru í Ritmálsskrá; 16 o.s.frv. stendur íyrir
16. öld o.s.ífv., f = fyrsti þriðjungur aldar, m = miðbik aldar, s =
síðasti þriðjungur aldar):
(1) orðhluti dæmi
-ansk- afríkanskur (18s-20m), kastilíanskur (19m-20s),
mexíkanskur (20m-20s)
-anisk- afríkaniskur (17m-19f), ameríkaniskur (18s-19m),
assyrianiskur (18f), (aust)indianiskur (17m-19s),
mexíkaniskur (17m-20f)
-aninsk- asianinskur (17m)
-eisk- franseiskur (20m, Gerpla), galeiskur (16m), evróp-
eiskurlevrópæiskur (18s-20m)
-esk- engelskur (16m-20m), babýloneskur (16m-17f), am-
oniteskur (16s)
-isk- fransískur (17s-20m), kanadískur (19s-20s), kákas-
iskur (19f-20m)
-tisk- adriatiskur (17m-l 8s/19f), asíatiskur (19m-20m)
-onisk- anglosaxoniskur (17s/18f)
4 Þó hefur tilraun verið gerð til að nota viðskeytið á síðari árum eins og maltnesk-
ur, tchadneskur og voltneskur bera með sér en þau er að finna í Sprog i Norden 1974
(Navne pá stater ... 1974); fleiri dæmi er að finna hjá Áma Böðvarssyni 1987, 1992
og í Statsnavne og nationalitetsord 1994.