Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 148
146
Guðrún Kvaran
Holthausen tók undir skoðun Vrátnýs um orðmyndina jQtur í kven-
kyni fleirtölu í merkingunni ‘krabbamein’ og nefndi einnig etur í
kvenkyni fleirtölu í þeirri merkingu.
Ég tel því líklegast að líta á jötur ‘krabbamein’, í eldri heimildum
einnig ‘andlitsmein’, sem kvenkyn fleirtölu orðsins jata (< *etön). í
fyrri samsetningarlið orðanna jötumein (Guðmundur Andrésson) og
jötukaun/jetukaun (Sveinn Pálsson) er notuð eintala en engin dæmi
fundust um fleirtölumyndimar *jatakaun og *jatamein, *jatnakaun
eða *jatnamein. Algengt er að velja fremur eignarfall eintölu í fyrri lið
samsettra orða þar sem um er að ræða kvenkynsorð sem beygjast eft-
ir veikri beygingu (t.d. kápudeild, ekki kápnadeild, perutré, ekki
pernatré). Jötur er þá eitthvað sem étur, sbr. áta og átumein og er þá
ekki tengt orðinu jótur.
En nú er að líta aðeins betur á jótr sem er fletta í nær öllum fom-
málsorðabókunum sem ég nefndi og talið er þar merkja ‘jaxl, steinn’.
Fræðimenn em sammála um að skrifa það með ‘ó’ og flestir sem um
orðið hafa fjallað tengja það vesturgermönsku. Þar verður að gera ráð
fyrir orðinu jótr í karlkyni með stofnlægu r-i.
Ef slegið er upp á jucken í orðsifjabók Kluges (1967:334) kemur
fram að hann telur að öll ömgg tengsl við germönsku rótina *juk-
utan vesturgermönsku skorti, þ.e. hann lítur á þýsku sögnina jucken
og skyldar sagnir í öðmm vesturgermönskum málum eingöngu sem
vesturgermönsku. Þessi ummæli hafa verið tekin út í endurskoðaðri
útgáfu (2002:454). Þar er minnst á mhþ. jucken, fhþ.jucken, mholl.
joken og fe. giccan, e. itch. Eldri merking í orðinu er talin ‘stökkva’.
Vísað er til ítrekunarsagnarinnar juckeln í þýsku og merkingin sögð
‘unruhig hin- und hermtschen, langsam und wackelig fahren’
(2002:454).
Hermann Bluhme (2005:293) telur uppmna sagnarinnar jucken
óljósan en tengir hana sömu vesturgermönsku sögnunum og Kluge og
telur engin tengsl út fyrir vesturgermönsku.
í The Oxford English Dictionary (1989) em engin tengsl nefnd út
fyrir vesturgermanska málsvæðið. Þar er gert ráð fyrir vesturgerm-
önsku myndinni *jukkjan, fhþ. jucchen, mhþ. jucken, júcken, þ-
jucken, gotn. jukjan af stofninum juk- (1989:145). (Þess verður að