Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 137
135
Jótur, jútur, jötur og önnur skyld orð
1814. Hann virðist ekki þekkja sögnina jótra, sem Eiríkur Jónsson
nefndi, aðeins jórtra og nafnorðið jórtur (1814:433).
í orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24:414) eru hvorki orðin jótur
né jötur, aðeins flettan jútur í merkingunni ‘bólga, kýli’. Orðið merk-
ir Blöndal Homafírði og Vopnafírði og hefur í báðum tilvikum heim-
ild sína úr vasabókum Bjöms M. Ólsens frá lokum 19. aldar.
I ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ekki um auðugan garð að
gresja. Engin heimild fannst um orðið jótur og aðeins ein um jötur (rit-
að með ‘0’). Sú var úr þýðingu Guðbrands Þorlákssonar á ritinu Lífs
vegur eftir Niels Hemingsson ffá 1599. Þar stendur: „Ef Madur med
þad fyrsta burt skier ecke edur brenner Ioturen adur hann þroast / þa er
vgganda ad hann megnest allt þar til ad Madurenn deyr af ‘ (Hemings-
son 1599:S vii r). Þama notar Guðbrandur jötur greinilega í karlkyni
og með stofnlægu r-i. Gegnumstrikaða ‘o’-ið sýnir aðeins prenthátt
þess tíma og með samræmdri stafsetningu væri orðið ritað jötur.
Aftur á móti vom til sjö dæmi um jútur, hið elsta þeirra úr kvæði
eftir Þorlák Þórarinsson úr ljóðabók sem gefín var út 1780 (bls. 207):
Vefiir Klwtum Faalka Froon,
fyrdtur Swtamorkum,
Hnappa Jwtur Hags vid Tioon,
hoppar wt aa Jorkum.
Fjögur af dæmunum sjö vom úr kveðskap Bjama Gissurarsonar, einnig
frá lokum 17. aldar, og er í öllum dæmunum talað um digran jút, t.d
^Duglega bundu digran jut, / duijnade kongleg æra“ (Lbs. 838 4to, 228).
Það er sama merking og kom ffam í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar
Ur Gmnnavík. Yngsta dæmið var úr þulum Ólafs Davíðssonar í öfug-
oiælavísu sem líklega er eftir Bjama skálda (1898-1903, 4:311):
Hákallinn í hafinu rann,
hár og digur júturinn;
inn í kórinn vasa vann
vondur rekabúturinn.
Spurst var fyrir um orðið jútur í útvarpsþættinum íslenskt mál árið
1985. Aðeins tvær heimildir bámst, báðar úr Austur-Skaftafellssýslu,