Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 170
168
Guðrún Kvaran
með einu og tveimur ,?-um. í útgáfunni frá 2002 (62) er aðeins gefin
flettan ádess og er hún sögð merkja ‘óhapp; ádrepa; óhreinkun’. Ekki
er merkt að um staðbundið málfar sé að ræða. ÁBIM gefur sömuleið-
is upp myndina ádess en einnig ádeis og merkir hann þá síðari sem
staðbundið mál (1989:3). Á eftir flettumyndunum er aldursmerkingin
18. öld. B1 hefur flettuna ádess í megintexta orðabókarinnar
(1920-1924:8) og gefur aðeins merkinguna ‘Skam’ sem hann hefur úr
orðabók Bjöms Halldórssonar. Hjá Bimi (1814:4) kemur fram að
hann hafi orðið úr talmáli, þ.e. „vox plebeja“, en frekari upplýsingar
koma þar ekki fram. í viðbæti aftan við B1 hefur flettunni ádes verið
bætt við og vísað í ádess. Sem skýring stendur: „kraftig Irettesættelse,
Skæld: sá skal svei mjer fá á. hjá mjer.“ Síðan kemur fram að Sigfús
hefur heimild sína úr Ámessýslu (1920-1924:1007). Án efa hefur
hann skráð hana eftir vasabók Bjöms M. Ólsens nr. XVI (31): ,,„sá
skal svei mjer fá ádes hjá mjer,“ þegar maður ætlar að skamma ehn.“
Bjöm merkir orðið Ámessýslu.
í Rm em tvö dæmi um ádes, bæði skrifuð með einu s-i, og er hið
eldra þeirra úr kvæði frá síðari hluta 18. aldar. Yngra dæmið er úr
bréfi frá Jóni Sigurðssyni til Eiríks Magnússonar ffá árinu 1869. At-
hygli vekur að hann setur orðið innan gæsalappa. Jón skrifar: „þær
Pétursdætur hafa borið henni illa söguna, og hún fékk ekki „ádes“ hjá
Áma Sandholt né Clausen“ (Jón Sigurðsson 1933:102). Af bréfinu er
ekki unnt að ráða um hvað Jón var að tala en merkingin ‘ádrepa’ er sú
eina sem kemur til greina.
í Tm er aðeins eitt dæmi um ádes og er merkingin sögð ‘áfall’. Það
er úr Vestur-Skaftafellssýslu. Ein heimild er um ádeis úr Ámessýslu.
Hún er frá Haraldi Matthíassyni menntaskólakennara sem árið 1968
taldi orðið lifandi mál í merkingunni ‘óhapp, ákoma’.
ÁBIM (1989:112) tengir ádess við nafnorðið dess, staðbundið
deis, ‘óhapp, áfall’ og sögnina að dessa. Dessa á e-n merkir ‘hasta á’,
dessa niður ‘bæla niður’ og dessast ‘versna, óhreinkast’. Þetta er án
efa rétt tenging. Orðmyndin ádes, sem fram kemur hjá Þórbergi og í
skaftfellska dæminu, sýnir hins vegar annan framburð, langt sérhljóð
á undan einföldu samhljóði, sem dæmin í Rm styðja. Sama er að segja
um staðbundnu myndimar ádeis og deis.