Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 101
99
Um líki í íslensku í ýmiss konar líki
Fyrsta atriðið, (la), á við viðskeyti sem voru sjálfstæð orð á frumnor-
rænum tíma (sbr. Iversen 1973:162-164, sjá líka Hægstad og Torp
1909:LVIII-LXIII). Iversen (1973:162) lýsir slíkri málffæðingu á eftir-
farandi hátt: „I noen tilfeller har et opphavlig selvstendig ord nár det
stod som etterledd i sammensetninger, etter hvert fatt sá mekanisk
bruk at det stár pá grensen til eller er helt gátt over til suffíks." Dæmi
um þess háttar viðskeyti eru sýnd í töflu 1?
Tafla 1: Viðskeyti sem eru afsprengi málfræðingar.
Viðskeyti Dæmi Viðskeyti Dæmi
-leg- dauðlegur -leik- kærleikur
-sam- friðsamur -vís- drambvís
-lát- réttlátur -dag- máldagi
-ind- sannindi -átt- vinátta
-skap- vinskapur -ræn- norrænn
Dæmi um annað atriðið, (lb), eru orðapör á borð við hæstaréttardóm-
ur - vesaldómur og viðtengingarháttur - aulaháttur þar sem sjálf-
stæða orðið (dómur, háttur) og viðskeytið (-dómur, -háttur) lifa hlið
við hlið í málinu en hafa ólíka merkingu og gegna ólíkum hlutverkum.
Hér vaknar spumingin um það hvemig líta eigi á bundna liði í
þessu samhengi: Em þeir einnig afsprengi málfræðingar? Eins og bent
hefur verið á hér standa þessir liðir sjaldnast sjálfstæðir en mynda svo-
nefndar afleiddar samsetningar (sjá Sigurð Konráðsson 1989:10).
Dæmi um slíka liði em -gresi, -meti, -degi, -lendi, -lyndi, -læti og
-neyti í afleiddu samsetningunum illgresi, hraustmeti, síðdegi, mýr-
lendi, mislyndi, hœglœti og samneyti. Liðimir em tvíkvæðir og af-
leiddir af sjálfstæðum orðum með viðskeytinu -i og z-hljóðvarpi þar
Sem skilyrði em til þess, sbr. gras — gresi, matur — meti og dagur —
degi. Hægt er að fínna dæmi um sjálfstæð afbrigði þessara liða, eins
°g sýnt er í (2). Dæmin em fengin úr Ritmálsskrá Orðabókar Háskól-
3 Hér má nefna að viðskeyti eins og -indi er dregið af sjálfstæða orðinu *wandija,
*wundija sem áður hafði merkinguna ‘að snúa mót einhverju’ (sbr. Iversen 1973:
163).