Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 14
12
Guðvarður Már Gunnlaugsson
mannsstarfmu var hann prófessor með takmarkaða kennsluskyldu við
heimspekideild og hélt áfram að kenna handritalestur og málsögu.
Stefán var kjörinn heiðursdoktor við Kaupmannahafnarháskóla 1999
og við Háskóla íslands 2000.
Fyrsta verk Stefáns við Ámastofnun í Höfn var að skrifa upp þau
fombréf sem kjörsvið hans tók til. Árangur þeirrar vinnu var hin mikla
útgáfa á íslenskum fombréfum í tveimur bindum (Islandske origi-
naldiplomer indtil 1450) árið 1963, en texti bréfanna er í öðm bindinu
en myndir af þeim í hinu. Þetta er stafrétt útgáfa allra varðveittra ís-
lenskra frumbréfa frá tímabilinu 1280-1450 (352 að tölu), sem höfðu
að vísu flest verið gefin út áður, en ekki af þeirri nákvæmni sem kraf-
ist er ef texti á að duga til málfræðilegra rannsókna. Stefán lagði
gmnninn að sinni einstæðu þekkingu á sögu íslensks máls með rann-
sóknum sínum á fombréfunum. Áhugi hans beindist einnig að skrift-
arsamanburði bréfa og handrita í þeim tilgangi að verða einhvers vís-
ari um aldur handrita og uppmna og helst skrifara þeirra. Hann var alls
ekki fyrstur manna til að leita uppi skrifara fyrri alda, en hann var ein-
staklega glöggur og minnugur á rithendur, bæði stafagerð og stafsetn-
ingareinkenni þeirra.
Málsögulegar rannsóknir Stefáns á íslenskum fombréfum höfðu í
för með sér aukinn áhuga hans á norskum áhrifum á íslenskt ritmál,
einkum á 14. öld. í því sambandi leitaðist hann við að skýra greini-
mörk milli þess sem telja mætti íslenskt og norskt, en jafnframt lagði
hann áherslu á mikilvægi sameiginlegs bókamarkaðar beggja land-
anna, íslands og Noregs, frá upphafi ritaldar og fram eftir 14. öld.
Þekktar em greinar hans um útflutning íslenskra handrita til Noregs
(Maal og minne 1979) og norsk áhrif á íslenskt ritmál, sérstaklega á
14. öld (Maal og minne 1978). Stefán kom að ýmsum þáttum íslenskr-
ar málsögu, einkum í lýsingum á máli og skrift handrita, en einnig í
yfirlitsgreinum. Skýrasta dæmið um yfirburðaþekkingu hans á sögu
íslensks máls er greinin Tungan sem kom út árið 1989. Hún er gott
yfirlitsrit um íslenska málsögu og það besta um þróun íslenskrar staf-
setningar sem er til og var m.a. þýdd á ensku (The Icelandic Langu-
age 2004) af þeim sökum til að nota við kennslu í íslenskum fræðum
erlendis. Annað verk er inngangur Stefáns að ljósprentaðri útgáfu