Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 88
86
Veturliði G. Óskarsson
svo sem rómanskur, gregoríanskur, dóminíkani og repúblikani. Ekk-
ert bendir til þess að þessi viðskeyti hafí nokkum tíma verið virk í ís-
lensku og em áhrif þeirra á málkerfið því mjög takmörkuð. Það er
vitaskuld ekki óhugsandi að -ansk- gæti með tímanum orðið virkt eins
og -ísk- en hugsanleg óreiða sem af því stafaði yrði takmörkuð enda
væri orðmyndunin bundin við mjög afmarkað hugtakamengi.
Andstaðan gegn orðum með -ansk- og -ani er, að mér sýnist, fyrst
og fremst huglæg og byggist líklega að mestu eða öllu leyti á því að
þau em tökuorð.
Öðm máli gegnir um viðskeytið -ísk-. Þótt það sé ekki gamalt hef-
ur það með tímanum orðið virkt (þó lítt eða ekki með innlendum orð-
stoínum, að því er virðist10), eitt fárra erlendra orðmyndunarviðskeyta
í íslensku. Að óathuguðu máli mætti ætla að málvöndunarmenn hefðu
haft hom í síðu þess fremur en einstakra tökuorða og því fremur sem
það er virkt og getur af sér fleiri orð. Sú er þó ekki raunin. Að vísu
gengu fmmkvöðlar íslenskrar málhreinsunar ekki þegjandi ffam hjá
viðskeytinu; í 8. árgangi Fjölnis (1845:66) gagnrýnir Konráð Gíslason
Pál Melsteð fyrir orðið ,/0nisiskir“; það er „illt orð,“ segir hann, „þó
ekki væri annað, enn endingin iskur er ekki íslenzk.“ Síðan virðist
hafa lítið farið fyrir gagnrýni af þessu tagi. Finnur Jónsson taldi
arabskur betra en arabískur (1914:11) og er það sennilega til marks
um að honum hafi verið í nöp við viðskeytið. Ég hef ekki leitað vand-
lega að ummælum um -ísk- og ef til vill mætti finna fleiri en þessi ef
vel væri að gáð. A síðari ámm hefur viðskeytinu verið gert allhátt und-
ir höfði í tveimur orðalistum, sem getið verður í næsta kafla, og það
notað að nokkm leyti til jafns við innlend viðskeyti.
3. Viðskeytin -ansk-, -ísk- og lærð orðmyndun
Árið 1974 var prentaður í ritinu Sprog i Norden listi yfir dönsk, fær-
eysk og íslensk ríkja- og íbúaheiti, ásamt lýsingarorðum dregnum af
þeim, Navne pá stater. Nationalitetsbetegnelser. Dansk-færosk-is-
landsk. Listinn er lagaður eftir lista norrænna málnefnda yfir dönsk,
10
Dæmi er þó til um slíkt, álftnesiskur (Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans).