Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Blaðsíða 169
Söfnun Þórbergs Þórðarsonar úr mœltu máli 167
bergs voru afhent til varðveislu og líklegast verður að telja hann glat-
aðan.
5. Nokkur dæmi úr „Þórbergssafni“
Hér á eftir verða valin nokkur dæmi úr seðlakössum Þórbergs sem hann
merkti ákveðnum landshluta og þau borin að öðrum heimildum. Fyrst
verða raktar þær upplýsingar sem Þórbergur skráði við orðið en þær síð-
an bomar saman við heimildir í ritmálssafhi (Rm) og talmálssafni (Tm)
Orðabókarinnar og helstu orðabækur, m.a. íslensk-danska orðabók Sig-
fiísar Blöndals (Bl) íslenska orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússon-
ar (ÁBIM) og íslenska orðabók Menningarsjóðs og síðar Eddu (ÍO).
Með þessu er ætlunin að benda á gagnsemi Þórbergssafns við athuganir
á orðaforðanum og kannanir á staðbundnum orðaforða. Að þessu sinni
verður einungis stuðst við þær heimildir sem varðveittar em á Orðabók-
inni en mikið efni bíður enn úrvinnslu á Landsbókasafni-Háskólabóka-
safni sem ég er rétt byrjuð að skoða þegar þetta er ritað.
Eins og bent hefur verið á (Guðrún Kvaran 2003:170) má afar víða
rekja staðbundna merkingu í orðabók Blöndals til söfnunar Bjöms M.
Olsens úr mæltu máli og vasabóka hans og var því reynt eftir fongum
að leita í vasabókunum að þeim orðum sem em til umfjöllunar og B1
merkti staðbundin. Aðeins lítið af vasabókunum er til í tölvutæku
formi og getur mér því hafa yfírsést eitthvað í fremur óárennilegum
texta. Vitað er að Þórbergur hafði aðgang að vasabókunum á meðan
hann vann fyrir Sigfus og þótti mér því áhugavert að kanna hvort
heimildir úr bókunum hefðu ratað inn í safn Þórbergs og eins þótti mér
forvitnilegt að skoða hvort B1 hefði nýtt safn Þórbergs sem hann hafði
fengið til afnota. Orðin sem skoðuð verða em: ádes, aftót, agga, agn-
skeri, ambra, bambra, bambur, bjóla, blína, blökra, blökur, brass, dá-
gon, dómáll, dómoka, dómoll, dómolla, dont, dunsn, dunsna, emburt,
guttur, pal, pardúka, votroki, þelbussulegur.
ádes „ádrepa: hann fékk þó ádes. Nes (Hjalti).“
I 10 (1983:4) er gefín flettan ádes(s) og er hún merkt sem stað-
bundið mál. Ámi Böðvarsson hefur því haft heimildir um orðið bæði