Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 66
64
Guðrún Þórðardóttir
ur og ýmis önnur fomrit, Biblían, þjóðsögur, nokkur skáldrit sem ekki
em lengur varin af höfundarrétti o.fl., en einnig ýmsir nýlegir textar.
Á Orðabók Háskólans fékk ég aðstoð við að leita í skáldverkum sem
enn em varin af höfundarrétti. í viðauka hér á eftir er skrá um textana
sem notaðir vom í rannsóknina.
Eingöngu vom valdar úr hvort-setningar í nútíð. Síðan vom setn-
ingamar flokkaðar eftir merkingu aðalsagnar eða orðasambands í
móðursetningu sem réð vali háttar í úvorí-setningunni. Bomir vom
saman textar frá ýmsum tímum á 800 ára tímabili, allt frá íslensku
hómilíubókinni, sem er álitin vera ffá því um 1200, til nýrra texta ungs
fólks, fædds efitir 1970, í veffitum og vefsíðum árið 2003. Til að rann-
sóknin yrði marktæk var reynt að fá sem flest dæmi sem síðan vora
talin eftir tímabilum, öldum eða áratugum.
Fyrst tilgátan að baki rannsókninni var að viðtengingarháttur sækti
mikið á nú síðustu árin fannst mér fróðlegt að skoða hvort einhver
munur væri á kynslóðum hvað þetta varðaði. Því flokkaði ég að auki
nýjasta efnið efitir fæðingaráratug höfunda þegar vitað var með vissu
um höfund. Flestir þessir textar em nýlegir, enginn eldri en frá árinu
1993. Um leið er samanburður við allt efni frá tímabilinu 1986-2003
(dálkurinn allt 1986-2003 í töflu 2) þar sem mikið er af setningum til
viðbótar efitir óþekkta höfúnda.
Niðurstöður úr þessum athugunum koma fram í tveimur töflum og
samanburður er sýndur í súluritum.
3.2 Flokkun sagna eða orðasambanda í móðursetningu
Nauðsynlegt var að flokka setningamar efitir merkingu aðalsagnar eða
orðasambands í aðalsetningu til þess að athuga hvort og hvenær breyt-
ing hefur orðið á háttanotkun í tímans rás. Athuga þurfiti m.a. hvort
breytingin er mest í samhengi þar sem um vafa er að ræða eða ekki al-
gera fullvissu. Flokkunin var nokkuð gróf, ekki gaf góða raun að hafa
flokkana of marga en varla var hægt að hafa þá færri en fimm til að ná
sem flestum blæbrigðum í merkingu. í fyrstu virtist t.d. álitamál hvort
ekki ætti að sameina I. og V. flokk (spyrja, efa) en eins og töflur 1 og
2 bera með sér er talsverður munur á þessum flokkum.