Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2006, Page 120
118 Eiríkur Rögnvaldsson
Ég hafði aldrei velt þessu sambandi fyrir mér en fannst þetta for-
vitnilegt og fór að skoða það frá ýmsum hliðum — aldur þess, upp-
runa, sögulega þróun, tíðni og tilbrigði. í þeirri athugun komst ég að
því að notkun þessa sambands er mjög á reiki í nútímamáli og hvor-
ugt þeirra afbrigða sem til umræðu eru í pistli Sverris Páls er uppruna-
legt, en sú mynd sem hann mælir með virðist þó vera mun yngri í mál-
inu en hin. í 1. kafla greinarinnar er gefíð lauslegt yfirlit yfir þróun
sambandsins frá fommáli til nútíma, og í 2. kafla er gerð grein fyrir
ýmsum afbrigðum sem fyrir koma í nútímamáli. í 3. kafla er svo rætt
um hver þessara sambanda séu rétt mál og hver rangt, og 4. kafli er
niðurstöður og lokaorð.
1. sjálfs sín(s) áður fyrr
1.1 Sambeyging eignarfornafns við mismunandi orð
í fomu máli sambeygist eignarfomafnið iðulega nafhorðinu sem það
á við. Þetta samband eignarfomafns og nafnorðs tekur síðan með sér
sjálfur í eignarfalli, eins og sýnt er í (1), en kyn og tala á sjálfur ræðst
af undanfaranum. í eftirfarandi dæmum sýna homklofar liðskiptingu
þeirra hluta setninganna sem máli skipta, en undanfari fomafnanna
sinn og sjálfur er skáletraður. Ritháttur þessara dæma, svo og annarra
í greininni, er færður til nútímahorfs.
(l)a. stjómari himintunglanna, sá er stilla mundi gang þeirra [að
[[vilja sínum] sjálfs]]. (Formáli Snorra-Eddu, 1. kafli)
b. Páll Kolbeinsson og þeir menn er með honum voru höfðu eigi
ránsfé og vom [á [[sínum kosti] sjálfra]]. {íslendinga saga, s.
643)
c. og reistu her í móti honum og felldu hann [á [[eigu sinni]
sjálfs]]. (Haralds saga Sigurðarsonar, s. 692)
d. En annað ráð munum vér taka en [brenna [[land vort] sjálfra]].
(Fóstbræðra saga, s. 840)
I þessum dæmum hegðar eignarfomafhið sér sem sé alveg eins og það
gerir án sjálfur, og hægt er að fella sjálfur brott án þess að nokkuð
breytist í gerð setninganna.