Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 12
EINAR SIGURÐSSON
RITMENNT
fjölda þýðinga á ljóðum Jónasar eftir greinarhöfund, eða allt að
150 talsins.
Ein er sú grein í ritinu sem sannar að áður óþekkt gögn geta
orðið á vegi rannsakenda víðar í safninu en í handritadeild. Há-
skólakennari sem fyrir skömmu leitaði að latneskum kveðskap
eftir íslendinga fann óvænt innan um ýmislegt fágæti erfiljóð á
gríslcu um ungan Hafnarstúdent, Vigfús Jónsson. Ljóðið var
prentað í Kaupmannahöfn árið 1695, sem einblöðungur í stóru
broti, og er eldd vitað um annað eintak sem varðveist hafi. Gerð
er rækilega grein fyrir erfiljóðinu, og mynd af prentgripnum
sjálfum er birt í réttri stærð sem innskotsblað.
Árið 1995 kom út í Hamborg bólc um líf og starf Islendinga þar
um slóðir á tímabilinu 1520-1662. Höfundurinn, Friederil<e
Koch, hefur átt langar dvalir á Islandi og m.a. verið í góðum
tengslum við Landshókasafn. Bóldn er einstakt eljuverk sem of
litla athygli hefur hlotið hér á landi. í greininni sem heitir ís-
lendingar í Hamborg á fyrri tíð er greint frá höfundinum, tilurð
bókarinnar og helstu niðurstöðum, einnig birtar nokkrar mynd-
ir sem tengjast efninu.
Það hefur verið stefna ritstjórnarinnar að gera einstökum
listaverlcum í bóklilöðunni nokkur skil - og eftir atvikum bygg-
ingunni sjálfri. Þannig var í fyrsta árgangi rækileg umfjöllun um
hið mikla listofna veggteppi sem Norðmenn gáfu þjóðinni í til-
efni af ellefu lrundruð ára byggðarafmælinu, en teppinu var frá
öndverðu ætlaður staður í hinni nýju safnbyggingu. Nú er kom-
ið að öðru listaverld sem einnig setur svip á 2. hæð byggingar-
innar, glerverki eftir Gunnlaug SE Briem, en hann starfar á er-
lendum vettvangi sem leturfræðingur og leturhönnuður. Lista-
maðurinn lýsir sjálfur verki sínu, en það er sett saman úr tveim-
ur sandblásnum og blaðgylltum glerplötum og sýnir á táknræn-
an hátt opnu í miðaldahandriti, hlutföll hennar og form.
í Sópuði kennir að vanda margra grasa. Þar eru þættir sem
tengjast þremur höfuðslcáldum, frá átjándu, nítjándu og tuttug-
ustu öld, lýst er erlendri ferðadagbók í handriti sem safninu
áskotnaðist, bóksaga og lcortasaga koma við sögu, svo og vef-
þjónusta fyrir evrópslc þjóðbókasöfn sem nefnist Gabríel.
Einar Sigurðsson
8