Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 90
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
ástæðunum", sem enn hafa haft mikil áhrif á Þjóðólf. Hann kemur nú
til yðar með öllum hinum sömu kjörum, og árið sem leið; en jeg hef
byrjað hann í þetta sinn á þann hátt, að jeg borga stiptsyfirvöldunum
fyrir fram hverja örk, sem prentuð er, rúma 20 rbdl., af því jeg í bráðan
tíma gat ekki gengið eins frá veðinu, og stiptið heimtaði,- enda þó veðið
í þetta sinn væri eins í garðinn búið frá minni hendi, og áður hafði ver-
ið; en jeg segi mönnum þess vegna frá þessum gjaldmáta, að jeg vona,
að þeir sem annars kaupa blaðið, láti sjer heldur annt um, að borga fíri-
markið [árgangurinn af Þjóðólfi kostaði 4 mörk í áskrift; innsk. S.J.] fyr
en seinna fyrir hið sama. Af 800 áskrifendum að þriðja árganginum, eru
enn eptir næstum 200, sem eldd hafa borgað.
Þar sem áskriftargjöld voru innheimt eftir á í einu lagi þegar ár-
ganginum var lokið voru það erfið greiðslukjör sem Sveinbirni
voru sett að greiða prentsmiðjunni hvert tölublað fyrirfram. En
þótt erfiðlega gengi að innheimta áskriftargjöldin stóð Svein-
björn af sér allar ágjafir. Yfirvöldunum tókst ekki að bregða fæti
fyrir Þjóðólf. Það var ekki fyrr en á Þingvallafundinum 1852, er
samþykkt var að Sveinbjörn slcyldi sleppa Þjóðólfi og Jón Guð-
mundsson talca við ritstjórn blaðsins, að Sveinbjörn varð að
beygja sig. Honum var það þvert um geð, en þarna kom berlega
í ljós hversu mjög hann var háður stuðningi „félags"hópsins frá
1848. Sannaðist þar sem svo oft að menn geta sigrað andstæð-
inga sína en ekki stuðningsmenn og samherja. í þessu ljósi er
unnt að skýra viðbrögð Sveinbjarnar þegar hann tókst á hendur
að gefa út „stjórnarblaðið" Ingólf frá ársbyrjun 1853.
Lokaorð
Hér hefur verið sýnt fram á hver upphafsmaður Þjóðólfs var og
hverjir aðrir stóðu að blaðinu með Sveinbirni Hallgrímssyni og
hvaða þýðingu það hafði, bæði fyrir útlit blaðsins og endalok rit-
stjórnar Sveinbjarnar.
Erfiðara er að útskýra hvers vegna Páll Melsteð hefur viljað
eigna sér upphaf Þjóðólfs. Fyrstu endurminningar sínar ritaði
hann þegar hann var um sextugt, og samkvæmt formálsorðum
Boga Th. Melsteð „náðu þær fram til þess er hann setti Þjóðólf á
stofn".32 Páll var 76 ára þegar hann ritaði afmælisgreinina í Þjóð-
ólf 1888, og lokagerð æviminninganna ritaði Páll áttræður að
32 Páll Melsteð (1912), bls. vi.
86