Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 28
EIRÍKUR ÞORMÓÐSSON OG GUÐSTEINN ÞENGILSSON
RITMENNT
legt að vita."58 Og „ef þú ættir eitthvað af
fornum fræðum, vil ég biðja þig ljá mér
slíkt" segir Jónatan m.a. í hréfi til Jóns dag-
settu 9. febrúar 1890.59 Og minna má á bólt-
söluferð Jóns til Þórðarstaðafeðga um jóla-
föstuleytið 1854, sbr. bls. 11.
Jónas Jónasson prestur frá Hrafnagili,
ltennari við Gagnfræðasltólann og í stjórn
Amtsbókasafnsins, gerði árið 1911 sltrá yfir
bókasafn Jónatans.60 í þeirri sltrá ltemur fyr-
ir 491 titill en eftir lát Jónatans og áður en
sltráin var gerð mun eitthvað hafa verið selt
úr safninu, þar á meðal dýrgripir eins og
Summaria yfir Gamla testamentið, sem
prentuð var á Núpufelli 1591, og Guð-
brandsbiblía (pr. á Hólum 1584) sem seld
var erlendum ferðamanni sumarið 1911.
Einnig voru í safninu tvö rímtöl frá 17. öld,
annað prentað á Hólum 1671 og lritt í Sltál-
holti 1692. Hvorugt þeirra er í skránni og
hvorugt var alveg lieilt.61 Líka átti hann
bæna- og rímkver prentað í Skálholti
1687.62 Meðal annarra gamalla ból<a í safni
Jónatans má nefna ,,[nr.] 441. Formularbog
Kh 1625 [kr.] 1,00", „Henrik Smids Læge-
bóg" (þ.e. En bog om pestilentzis aarsage ...
Kh. 1650), Idrunar Iþrott edur Sa Gyllene
Skriptar-gangur Manassis ltongs, Skálholti
1693, Calendarium Gregorianum, Hólum
1707, Jónsbók (lögbók), Hólum 1709 og
Manvale eftir Martin Möller, Hólum 1711.
Bælturnar frá 1671, 1692 og 1687 koma
nokkuð við sögu í bréfum Jóns Þorkelsson-
ar sltjalavarðar til Jónatans63 og til Jóns á
Öngulsstöðum, sonar Jónatans. í bréfi Jóns
til Jónatans dagsettu 5. nóvember 1901 seg-
ist hann hafa hálf séð eftir því „þegar ég var
hjá yður [þ.e. 13. september 1901], að ég
ekki bað yður um titilblað af litla bæna-
kverinu Olearii pr. í Skálholti 1687 gegn því
að láta yður fá það eftirgert alveg eins, og
gegn því að fylla fyrir yður það, sem aftan af
ríminu vantar, sem aftan við er bænirnar."
Einnig spyr Jón hvort Jónatan sé sárt um
brotið sem liann eigi af mjóa ríminu 1671,
þ.e. ofannefndu rímtali en það er miklu
meira á hæðina en breiddina. „Hafið þér
fundið skinnhréfið?" spyr Jón og endar svo
bréfið á því að segja lconu sína hlakka mik-
ið til þess sem Jónatan fái grafið upp um
móðurætt hennar; verl< sem Jónatan hefur
tekið að sér. í bréfi Jóns til Jónatans dag-
settu 9. maí 1902 segir lrann skinnbréfið
komið til sín með bestu skilum og ekki
sl<uli stórvæsa um það en skinnið hefur Jón
bersýnilega fengið til afritunar. Síðan segir
Jón:
Mér þykir vænt um að heyra að þér gerið mér
kost á titilblaði kversins litla frá 1687, og ég skal
segja yður af hverju ég fer fram á það að fá það,
en það er af því að mig vantar það eitt í kverið,
en á það heilt að öllu öðru leyti. En aftan af yðar
eintaki vantar að ég ætla 6 blöð. Hefði jafnmikið
vantað í mitt eintak sem yðar hefði verið alveg
eins eðlilegt, að ég hefði látið yður fá það blað,
sem yður vantaði. En hinu lofa ég yður, að ég
58 ÍB 99 fol.
59 ÍB 99 fol.
60 Afrit af skránni er til í handritadeild Landsbóka-
safns íslands.
61 Birgir Þórðarson: Bókasafn fónatans á Þórðarstöð-
um, bls. 81.
62 Síðast tðldu þrjú ritin eru: Þórður Þorláksson.
Calendarivm edur islendskt riim. Hólum 1671;
Þórður Þorláksson. Calendarium perpetuum.
Ævarande tijmatal edur rijm iislendskt. Skálholti
1692; Olearius, Johannes. Eitt lijted bæna kuer.
Skálholti 1687. Aftan við er Riimtal islendskt eftir
Þórð biskup Þorláksson.
63 Bréf Jóns Þorkelssonar til Jónatans eru í fórum Birg-
is Þórðarsonar á Öngulsstöðum.
24