Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 77
RITMENNT
UPPHAF ÞJÓÐÓLFS 1848
annað útlenskulegt nafn, ,;því margir Islendarar, som seila út úr
þaranum, taka sjer bínöfn; það er so simpelt að láta kalla sig bara
með íslenzka nafninu". Ábyrgðarmaðurinn færist undan og seg-
ist vera illa við það, þegar menn svo að kalla skammist sín fyrir
slurnarnafn sitt. Þjóðólfur kveðst hins vegar mega til að breyta
sínu nafni, „því þornið i því kunna danskir menn ekki að tala út;
og það væri mjer stor fornöjelse og æra ef jeg mætti kjenna mig
við þig, og skrifa mig Th. Sveinbjörnsson". Ábyrðarmanni
blöskrar ruglið í Þjóðólfi en lætur undan; „skaltu heita Hljóðólf-
ur í þetta sinn, þá er þú kjemur nú norður á ísland aptur,- því að
það mun svo mega ganga að því vísu, að þú sparir ekki hljóðin
eptir siglinguna, ef jeg þekki þig rjett."
Hér er að sjálfsögðu ekki hægt að taka frásögnina bókstaflega
enda hefur enginn gert það. Hins vegar er hér að finna skýring-
una á nafnbreytingunni á blaðinu.
Með því að athuga gaumgæfilega blaðhaus Þjóðólfs er tvennt
sem stingur í augu. Annars vegar er Þ-ið í upphafi nafnsins dálít-
ið hærra en hinir stafirnir. Ekkert er að vísu óvenjulegt að svo sé.
En með því að athuga titil Tíðinda frá alþingi, sem prentuð voru
í Prentsmiðju landsins með sama stíl og haus Þjóðólfs, sést
greinilega hvers kyns er: Þ-ið er raunverulega P sem bætt hefur
verið ofan á! Hitt sem stingur í augu er að tveir stafir í haus Þjóð-
ólfs eru örlítið svartari eða klesstari en hinir, Þ-ið og Ð-ið, þeir
tveir stafir í nafninu sem eru séríslenskir. Það hefur verið
möndlað við þá, P-ið hækkað til að verða að Þ-i og D-ið aukið
mcð þverstriki til að verða Ð.
Lítum þá gaumgæfilega á blaðhaus Hljóðólfs. Hvað heitir
blaðið raunverulega? Hljódólfur! Vandamálið var að prentsmiðja
S.L. Moller átti hvorki Þ né Ð í fyrirsagnaletri og hvorki tírni né
efni til að láta útbúa sérstaklega þessa stafi. Með því að nota let-
ur með þyklcum lóðréttum dráttum og þunnum láréttum ber
varla neitt á því að það er D en ekki Ð sem notað er. Hins vegar
var ógerlegt að fela Þ-ið. íslendingar í Danmörku sem hétu nöfn-
um er byrjuðu á Þ-i leystu vandann með því að nota TH í stað-
inn. Þegar þeir svo sneru aftur til íslands héldu surnir í TH-ið af
einhverjum hégómaskap, og voru rnargir þeirra einmitt í þeirn
liópi ráðamanna á íslandi sem Sveinbjörn gagnrýndi í Þjóðólfi.
Það var því útilokað að Sveinbjörn kæmi heim frá Kaupmanna-
höfn með Thjódólf í farteski sínu, þótt eklci hefði verið nema
Landsbókasafn.
Hljódólfur með stóru D-i í
hausnum.
73