Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 84
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
Þióðminjasafn íslands.
Jón Árnason.
séu tengslin óbein enda telur Jón Árnason Þjóðólf sem ávöxt af
félaginu. Ljóst er að mikill áhugi var á „ærlegu blaði" sumarið
1848. Þegar ekki varð úr að nýtt blað hæfi göngu sína notaði
Sveinbjörn tækifærið og fyllti tómarúmið sem fyrir hendi var.
Hann fékk þannig stuðning margra sem voru óánægðir með
Reykjavíkurpóstinn.
í annan stað er eftirtektarvert í bréfinu að Jón Árnason býður
Jóni Sigurðssyni aó vera milligöngumaður hans ef hann vilji
birta svör sín í Þjóðólfi. Slíkt boð getur enginn gert nema sá hinn
sami sé í innsta hringnum.
Þriðja atriðið er að Jón Árnason segir nafna sínum í Kaup-
mannahöfn þær fréttir að Páll Melsteð sé settur til að gæta sýslu
föður síns vetrarlangt „enda var hann genginn úr Póstinum áður
og ætlaði að taka þátt í Þjóðólfi". Um þessa fyrirhuguðu þátt-
töku Páls í Þjóðólfi vissu að sjálfsögðu mennirnir sem stóðu að
Þjóðólfi.
Hér er því kominn fimmti fundarmaðurinn. Jón Árnason hafði
verið heimilislcennari á Bessastöðum hjá Sveinbirni Egilssyni,
móðurbróður Sveinbjarnar Hallgrímssonar, og fluttist með hon-
um til Reykjavíkur 1846 og bjó hjá honum og síðan ekkju hans.
Hver sjötti fundarmaðurinn var er ekki vitað. Ýmsar líkur má
þó færa fyrir því hver hann var. Það eitt er öruggt að hann hefur
verið látinn þegar Páll Melsteð skrifaði afmælisgreinina í nóv-
ember 1888. Sveinbjörn segist hafa hreyft blaðaútgáfumálinu við
sína líka, og er eklci ósennilegt að sjötti maðurinn hafi haft til að
bera svipaða kosti og Sveinbjörn og Jón Árnason: frjálslyndur í
skoðunum, tengdur Lærðaskólanum, kannski verið í „fé-
lags"hópnum sumarið 1848. Eitt nafn kemur strax upp í hugann:
Magnús Grímsson, síðar prestur á Mosfelli til dauðadags 1860,
best kunnur sem þjóðsagnasafnari. Magnús, sem lokið hafði
stúdentsprófi 1848, hafði kynnst Jóni Árnasyni á Bessastöðum
og þeir gert með sér félag um söfnun þjóðsagna árið 1845. Á
skólaárum sínum félckst Magnús við margvísleg ritstörf, bæði
skáldskap og þýðingar, en einnig náttúrufræði. Magnús var
fylgdarmaður þýskra náttúrufræðinga sem komu til íslands 1846
og ritaði veturinn 1848-49 ferðasögu þeirra sem ætlunin var að
birtist í Þjóðólfi þótt af því yrði ekki.24 Magnús fór sjálfur í rann-
sóknarferð um Vesturland í ágúst 1848 og kom til balta til
24 Magnús Grímsson (1988), bls. xxxii.
80
J