Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 117
RITMENNT
DAGBÆKUR í HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
Ekki er einungis fjölbreytni fyrir að fara í hópi blekbera, heldur
eru dagbækurnar sjálfar mjög ólíkar að formi og innihaldi. Þær
spanna frá örfáum vikurn til margra áratuga samfelldrar og dag-
legrar skráningar, og færslurnar eru frá örfáum orðum til nokk-
urra blaðsíðna dag hvern. I rannsóknum mínum á dagbókum hef
ég beint sjónum að formi og efni þeirra, tjáningarmiðlinum sjálf-
um og merkingu hans fyrir dagbókarritarann.2 Hér á eftir mun ég
hins vegar fjalla um dagbókarritara og gera grein fyrir þeim og
því sem liggur eftir þá á þessuni vettvangi. Segja má að reynt sé
að svara spurningunni um hvað sé til og þannig valcin athygli á
þessum heimildaflokki og fjölbreytni hans.
Gerðir dagbóka
Skráning sem fellur undir dagbókarskrif í víðasta skilningi skipt-
ist í nokkra flokka, en þar er átt við bækur með daglegum eða
reglubundnum færslum um efni er varðar ritarann á einhvern
hátt. Fyrst ber að nefna almanök með minnisfærslum.
Almanökin eru oftast í mjög litlu broti og færslurnar afskaplega
knappar. Veðurlýsingar eru nær algildar, og oft eru skráðar ferð-
ir af bæ og komur gesta. Ýmislegt smávægilegt er fært til bók-
ar, en færslurnar einkennast af ofurknöppum stíl sem mótast af
litlu rými í almanökunum. Almanölc með minnisfærslum eru
forveri eiginlegra dagbóka. Slílcar bækur eru mjög misjafnar að
efni og formi, og dagbókarslcrif þróast hægt en örugglega á 19.
öld. Sumar dagbækur eru litlu efnismeiri en minnisgreinar alm-
anakanna, en aðrar innihalda greinargóða lýsingu á daglegu lífi
ritarans og hans nánustu. Fyrstu bækurnar eru almenns eðlis og
varða ytri veruleika, heimilið og búið, veðurfar, skepnuhöld og
hin daglegu verk. Sjálfur dagbólcarritarinn verður æ fyrirferðar-
meiri er á líður öldina þó sjaldnast séu miklar tilfinningar born-
ar á torg. Munurinn á því að færa minnisgreinar í almanök og að
halda dagbók felst að miklu leyti í rýminu til skrifta. Skráning-
arefni eru mjög oft þau sörnu en aðeins ýtarlegar fjallað um þau
í hinum eiginlegu dagbókum. Mikill munur er á hvernig menn
nýta sér frelsi dagbókarinnar, og margir halda hinum knappa stíl
almanakanna. Aðrir láta gamminn geisa og slcrifa hugleiðingar
2 Sjá Davíð Ólafsson: Að skrá sína eigin tilveru.
111