Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 80
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
nafn á þjóðlegt blað en Sighvatur, og svo má auk þess segja að
það falli vel að gálgahúmor Sveinbjarnar að nefna blaðið eftir
persónugervingi afdalaíhaldsins.
Fyrsta tölublað Þjóðólfs var fjórar blaðsíður að stærð og hófst
á sannkallaðri hugvekju: Guð gefi yður góðan dag!18 Sveinbjörn
gengur beint til verks: „Mikið sofið þjer, íslendingar!" „Vaknið
þjer nú, íslendingar!" Höfundurinn minnist á raddir sem hafi
komið langt að; þær hafi borist utan af hafi og þær meini hér um
bil þetta: látið það ekki lengur dyljast fyrir yður, að þér eruð þjóð
út af fyrir yður! Þér eigið veglegt þjóðerni að verja, þér megið
ekki hugsa til að verða neitt annað en sannir íslendingar! Hinar
þjóðvekjandi raddir hafi borist yfir langan sjó í ritum frá fjarlægu
landi, og nefnir Sveinbjörn fyrst Ármann á Alþingi og Fjölni og
segir síðan:
Nú tala þá hvað skýrast til vor hin „nýu Félagsrit." Þar hljómar rödd
þess manns, sem segir oss því nær skýlaust, að nú sje dagur hjálpræðis-
ins, nú sje kominn hinn hentugi tími, að vjer skulum því vakna og
þekkja vorn vitjunartíma. Og þessi röddin, hún vekur oss til íhugunar á
þeim málefnum, sem í tímanlegu tilliti eru nú mest umvarðandi fyrir
land og lýð, en það er þjóðleg stjórn fyrir land vort, og frjálsleg verzlun-
arviðskipti við aðrar þjóðir. Svo látum oss þá vakna, íslendingar!
Þessi upphafshugvekja Sveinbjarnar lýsir vel stefnu blaðsins.
Þjóðólfur studdi eindregið Jón Sigurðsson og baráttumál hans
um þjóðlega stjórn og frjálsa verslun.
í næsta tölublaði Þjóðólfs sem var átta síður og út kom 22.
nóvember er vitnað í septemberhefti Reykjavíkurpóstsins 1848
(bls. 178) þar sem stendur:19
Vjer hljótum jafnan að gjæta þess, að land vort er fátæklega úr garði
gjört, að landsbúar eru fátækt bundnir og ekki færir um margt, sem en
auðugari lönd eiga hægt með að koma áleiðis.
Þjóðólfur dregur þessi orð háðslega saman í stutta málsgrein: Fá-
tækt ertu, ísland! og aumir eru innbúar þínir! En heldur síðan
áfram og fullyrðir að það sé ósatt að ísland sé fátæklega úr garði
gjört. Þjóðólfur minnir á fiskiaflann og fjárræktina, æðarfuglinn
á eyjunum, laxinn í ánum, silunginn í vötnunum, selinn á skerj-
18 Þjóöólfur 1:1 (5. nóvember 1848), bls. 1-2.
19 Þjóðólfur 1:2 (22. nóvember 1848), bls. 5.
76