Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 52
DICK RINGLER
RITMENNT
Not a word the nestlings said: Laden sought her nestlings small -
each and every one was dead, But the crows had crunched them all
eaten by a raven. Half an hour before.
Eflaust mun sumum lesendum enslcra nútímaljóða þylcja þýðing mín á „Heylóarvísu" of
gamaldags fyrir sinn smeklc. Ég held hins vegar að flestir muni vera því sammála að hún
samræmist reglu 3 betur en þýðing Kirlcconnells sem er full af óþægilega rangstæðum lýs-
ingarorðum (Gay the little plover flew), klaufalega umsnúnum setningum (Them my moth-
er-love supplies), áberandi afkáralegri og kannski jafnvel rangri ensku (Swooping up the
morning blue), orðum sem hafa alrangan hljóm og eru einungis valin rímsins vegna (clod),
og svilcnu rími (Home / come). Þýðing Kirlcconnells er gersamlega ófullnægjandi ljóð og gef-
ur enskum lesanda þá hugmynd að tölc Jónasar Hallgrímssonar á tungumálinu liafi verið
meira en lítið bágborin.
Margbrotið form (regla 2)
Auk þess sem hún samræmist reglu 3 betur, samræmist mín gerð af „Heylóarvísu" reglu 2
betur en gerð Kirkconnells, þar sem hún líkir nákvæmar eftir rímkerfi (aaBccB) og stuðla-
setningu [2121 )13 frumtextans.14 Kirkconnell notar annað (og auðveldara) rímlcerfi (aabccb)15
og gerir enga tilraun til að líkja eftir stuðlasetningunni.
Þegar ég byrjaði að þýða ljóð Jónasar hélt ég að það mundi verða afar erfitt ef ég vildi halda
fast í reglu 1 (nákvæmni), að endurgera sum flólcnari rímlcerfi hans og stuðlasetningu. (I „Til
herra Páls Gaimard", til dæmis, er rímlcerfið í hverju af erindunum sex aBBaCCdd og
stuðlasetningin 21122.) Því var það að í fyrstu þýðingum mínum hélt ég mig samvislcusam-
lega við þá reglu að fyrsta áhersluatlcvæði í seinni línunni af tveimur yrði að geyma höfuð-
stafinn, en leyfði mér oft að láta mér nægja aðeins einn stuðul í fyrri línunni af tveimur. Til
dæmis leit næstsíðasta erindið í þýðingu minni á „Hulduljóðum" (JH IV, 11) einu sinni
þannig út (stuðlasetningin er auðlcennd með feitletri):
13 Þetta er tálcnkerfið sem þróað var til notkunar á vefsíðu Jónasar Hallgrímssonar (JH III, 1). Talan 2 táknar tvær
ljóðlínur tengdar með stuðlasetningu (eins og í fornyrðislagi), en 1 táknar eina ljóðlínu sem er stuðluð sér (eins
og í þriðju og sjöttu ljóðlínu í ljóðahætti).
14 Takið hins vegar eftir því að stuðlasetningin í síðustu þremur ljóðlínum þýðingarinnar er afbrigðileg, 12 í stað-
inn fyrir 21 (sem er munstrið annars staðar í lcvæðinu). Mér reyndist ógerlegt að líkja eftir 21 munstri Jónasar
hér án þess að fórna mikilvægum áhrifum hápunlctsins í lokalínunni. Reyndar velti ég öðrum valkosti fyrir mér:
Not a word the nestlings said
now that all of them were dead,
ravaged by a raven.
En „ravaged by a raven" skortir þá einföldu grimmd sem felst í „eaten by a raven" (og það leysir eklci vandann
að setja „raided" eða „ravished" í staðinn fyrir „ravaged"). Þetta er gott dæmi um tilvik þar sem regla 2 varð að
víkja fyrir reglu 3 og 1.
15 Það er erfiðara að beita kvenrími á enslcu en íslensku vegna þess að enskan hefur færri orð sem eru réttir tvíliðir.
48