Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 111
RITMENNT
ÍSLENDINGAR í HAMBORG Á FYRRI TÍÐ
kom til íslands á öðrum tug 16. aldar og var
umboðsmaður Sören Nörby aðmíráls, sem
um þetta leyti hafði hirðstjórn á höndum
hérlendis. Að fenginni reynslu af hirðstjór-
anum Týla Péturssyni frá Flensborg báru ís-
lendingar sig afar illa undan „útlenskum"
hirðstjórum og báðu konung um „innfædd-
an" hirðstjóra úr Noregs konungs ríki og
varð Hannes Eggertsson hirðstjóri (embætt-
istíð 1518/21 ?—152,4).5 Hannes hefur vænt-
anlega verið alinn upp í Noregi og því hefur
hann uppfyllt þessar kröfur landsmanna.
Ekki spillti það fyrir Hannesi að hann var
kvæntur einum rílcasta kvenkosti landsins,
Guðrúnu Björnsdóttur, dóttur Björns
Guðnasonar sýslumanns í Ögri, og eignað-
ist hann með henni helstu vildisjarðir á
Vestfjörðum. Annálar greina frá því að
Hannes og Guðrún hafi tekið sig upp með
börn sín og flust til Altona við Hamborg og
búið þar í nokkur ár á þriðja tug 16. aldar.6
Altona var þá reyndar tæplega orðin til sem
þéttbýli svo líklega hafa þau hjónin búið í
Hamborg. Þau áttu margt barna og hafa þau
mótast meira af borgarmenningu en títt var
um íslendinga. Má telja líklcgt að Eggert
sonur þeirra (?—fyrir 1583) hafi gengið í
skóla í Hamborg. Eggert Hannesson var
einn helsti höfðingi og forsvarsmaður ís-
lendinga á 16. öld, þjónustumaður Skál-
holtsbiskupa, umboðsmaður hirðstjóra og
lðgmaður sunnan og austan, svo eitthvað sé
nefnt. Hann hafði mikið umleikis, og um
tírna veitti konungur honurn verslunarleyfi
á Vestfjörðum og skyldi hann m.a. annast
innfluting á matvælum. Munu ítök hans í
Hamborg vafalítið hafa auðveldað honum
þau umsvif. Er líklegt að hann hafi stundað
útflutningsverslun á skreið til þess að hafa í
vöruskiptum, þar sem reiðufé var sjaldgæft
á þessum tíma. Anna Hannesdóttir, systir
Eggerts, ílentist í Hamborg og er ekki nánar
vitað um hagi hennar.
Um það leyti sem Hannes og Guðrún
bjuggu í Hamborg stundaði Gizur Einarsson
{?—1548), fyrsti lútherski súperintendentinn
í Skálholti, nám þar í borg að tilhlutan Ög-
mundar biskups Pálssonar (embættistíð
1521-40). Um þær mundir voru Hamborgar-
menn að snúast til Lútherstrúar og fengu
Bugenhagen til þess að semja nýja kirkju-
skipan fyrir borgina árið 1529. Hafa þeir at-
burðir vafalítið haft mótandi áhrif á Gizur
ekki síður en blómlegt efnahagslíf borgar-
innar. Góð vinátta og hagsmunabandalag
var með Gizuri og Eggerti Hannessyni og
kvæntist Gizur Katrínu Hannesdóttur,
bróðir hans, Þorlákur, fékk Guðrúnar, en
Halldór kvæntist þriðju systurinni, Mar-
gréti.7
Einkalíf Eggerts var sviptingasamt. Hann
var fjórgiftur og missti tvær fyrstu konur
sínar á sóttarsæng. Lést Sesselja frá ungum
hörnum. Þá kvæntist hann Steinunni Jóns-
5 íslenzkt fornbréfasafn VIII. Reykjavík 1906-13.
Nr. 540.
6 Jón Halldórsson: Hirðstjóra annáll Jóns prófasts
Halldórssonar. Með formála og athugasemdum ept-
ir Guðmund Þorláksson. Safn til sögu Islands og ís-
lenzkra bókmenta að fornu og nýju, 1. b. Kaup-
mannahöfn 1886, bls. 593-784 (bís. 669). - Jón
Gizurarson. Ritgjöið fóns Gizurarsonar um siða-
skipta tímana, með formála og athugasemdum
eftir Jón Sigurðsson. E.J. Stardal sá um útgáfuna.
Reykjavík 1970, bls. 65.
7 Vilborg Auður ísleifsdóttir. Siöbreytingin á íslandi
1537-1565, Byltingin að ofan. Reykjavík 1997, bls.
153.
105