Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 111

Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 111
RITMENNT ÍSLENDINGAR í HAMBORG Á FYRRI TÍÐ kom til íslands á öðrum tug 16. aldar og var umboðsmaður Sören Nörby aðmíráls, sem um þetta leyti hafði hirðstjórn á höndum hérlendis. Að fenginni reynslu af hirðstjór- anum Týla Péturssyni frá Flensborg báru ís- lendingar sig afar illa undan „útlenskum" hirðstjórum og báðu konung um „innfædd- an" hirðstjóra úr Noregs konungs ríki og varð Hannes Eggertsson hirðstjóri (embætt- istíð 1518/21 ?—152,4).5 Hannes hefur vænt- anlega verið alinn upp í Noregi og því hefur hann uppfyllt þessar kröfur landsmanna. Ekki spillti það fyrir Hannesi að hann var kvæntur einum rílcasta kvenkosti landsins, Guðrúnu Björnsdóttur, dóttur Björns Guðnasonar sýslumanns í Ögri, og eignað- ist hann með henni helstu vildisjarðir á Vestfjörðum. Annálar greina frá því að Hannes og Guðrún hafi tekið sig upp með börn sín og flust til Altona við Hamborg og búið þar í nokkur ár á þriðja tug 16. aldar.6 Altona var þá reyndar tæplega orðin til sem þéttbýli svo líklega hafa þau hjónin búið í Hamborg. Þau áttu margt barna og hafa þau mótast meira af borgarmenningu en títt var um íslendinga. Má telja líklcgt að Eggert sonur þeirra (?—fyrir 1583) hafi gengið í skóla í Hamborg. Eggert Hannesson var einn helsti höfðingi og forsvarsmaður ís- lendinga á 16. öld, þjónustumaður Skál- holtsbiskupa, umboðsmaður hirðstjóra og lðgmaður sunnan og austan, svo eitthvað sé nefnt. Hann hafði mikið umleikis, og um tírna veitti konungur honurn verslunarleyfi á Vestfjörðum og skyldi hann m.a. annast innfluting á matvælum. Munu ítök hans í Hamborg vafalítið hafa auðveldað honum þau umsvif. Er líklegt að hann hafi stundað útflutningsverslun á skreið til þess að hafa í vöruskiptum, þar sem reiðufé var sjaldgæft á þessum tíma. Anna Hannesdóttir, systir Eggerts, ílentist í Hamborg og er ekki nánar vitað um hagi hennar. Um það leyti sem Hannes og Guðrún bjuggu í Hamborg stundaði Gizur Einarsson {?—1548), fyrsti lútherski súperintendentinn í Skálholti, nám þar í borg að tilhlutan Ög- mundar biskups Pálssonar (embættistíð 1521-40). Um þær mundir voru Hamborgar- menn að snúast til Lútherstrúar og fengu Bugenhagen til þess að semja nýja kirkju- skipan fyrir borgina árið 1529. Hafa þeir at- burðir vafalítið haft mótandi áhrif á Gizur ekki síður en blómlegt efnahagslíf borgar- innar. Góð vinátta og hagsmunabandalag var með Gizuri og Eggerti Hannessyni og kvæntist Gizur Katrínu Hannesdóttur, bróðir hans, Þorlákur, fékk Guðrúnar, en Halldór kvæntist þriðju systurinni, Mar- gréti.7 Einkalíf Eggerts var sviptingasamt. Hann var fjórgiftur og missti tvær fyrstu konur sínar á sóttarsæng. Lést Sesselja frá ungum hörnum. Þá kvæntist hann Steinunni Jóns- 5 íslenzkt fornbréfasafn VIII. Reykjavík 1906-13. Nr. 540. 6 Jón Halldórsson: Hirðstjóra annáll Jóns prófasts Halldórssonar. Með formála og athugasemdum ept- ir Guðmund Þorláksson. Safn til sögu Islands og ís- lenzkra bókmenta að fornu og nýju, 1. b. Kaup- mannahöfn 1886, bls. 593-784 (bís. 669). - Jón Gizurarson. Ritgjöið fóns Gizurarsonar um siða- skipta tímana, með formála og athugasemdum eftir Jón Sigurðsson. E.J. Stardal sá um útgáfuna. Reykjavík 1970, bls. 65. 7 Vilborg Auður ísleifsdóttir. Siöbreytingin á íslandi 1537-1565, Byltingin að ofan. Reykjavík 1997, bls. 153. 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.