Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 154
JÓN í-ORLÁKSSON OG HULINN VELGJÖRARI í KAUPMANNAHÖFN
RITMENNT
eintald af Tilraun um Manninn að Stefán hafi sent huldumann-
inum það eintalc er allt snýst um.
í prentuðum heimildum og þeim ritum er segja frá fóni og ævi
hans kemur hvergi fram hver þessi huldumaður var. Má vera, að
fyrrum eigandi bókarinnar hafi verið sá hinn sami og sendi Jóni
peninga og bælcur að gjöf 1799 og 1800. Undir árituninni stend-
ur skrifað Lunding. - En hver var hann og er hægt að færa sönn-
ur á því með einhverjum hætti að hann sé hinn óþeklcti velgjörð-
armaður? í dönskum mannfræðiritum er nefndur Matthias
Lunding, jústitsráð og bankamaður í Kaupmannahöfn, og á lista
yfir þá sem höfðu nýlega gengið í Landsuppfræðingarfélagið má
einnig finna Lunding, sem titlaður er assessor. Þá vaknar sú
spurning hvort hér sé kominn hinn óþekkti „velgjörari" sem
styrkti bæði norðlenska bændur og skáldið á Bægisá.2
Örn Hrafnkelsson
Ég ætla að byggja mér höll
Af Stefáni frá Hvítadal
Noklcru fyrir 1928 lcom faðir minn, Jón Guðnason, þá prestur að
Kvennabreklcu í Dölum, til Stefáns slcálds frá Hvítadal er bjó að
Bessatungu í Saurlræ. Stefáni var áslcapaður eiginleilci mikillar
gestrisni. Aulc þess var hann allra manna skemmtilegastur hvar
sem hann sló niður tjöldum sínum. I þetta sinn var þröng í búi,
veitingar aðeins rótarkaffi. Skáldið lélc þó við hvern sinn fingur
og gæddi samvistirnar töfrum andagiftar sinnar. Föður mínum
rann til rifja fátælct slcáldsins en vissi að hann var elclci haldinn
viðhorfi bónbjargamannsins. Til þess að rétta slcáldinu örlitla
hjálparhönd án þess að særa metnað hans bað faðir minn hann
að selja sér eintalc af fyrstu ljóðabólc hans, Söngvum förumanns-
Minerva. Juli, August og September 1800, bls. 314-25. - Stefán Þórarinsson:
Auglýsing. Minnisverd Tidindi 1 (1796-98), bls. 470-77.
2 Holger Ehrenchron-Muller: Forfatterlexikon omfattende Danmark, Norge og
Island intil 1814. V. bindi. Itaupmannahöfn 1927, bls. 224. - Listi yfir nýlega
vidbætta Medlimi Landsuppfrædíngar Félagsins. Minnisverd Tidindi 1
(1796-98), bls. 339.
148