Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 123
RITMENNT
DAGBÆKUR I HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
næstu þrettán ár við ritstörf og listmálun. Dagbókin greinir frá
ferð hennar heim til íslands 1889 og í framhaldi af því daglegu
lífi í Reylcjavík og straumum í menningarlífi bæjarins. Færslurn-
ar eru ekki mjög persónulegar, en þó má lesa úr þeim sitthvað
um tilfinningar ritarans. Síðast en ekki síst skrifar Torfhildur
um ritstörf sín og útgáfumál.20
Eins og sjá má af þessari upptalningu eru dagbækur frá 18. og
19. öld allólíkar að efni og formi. Margar eru nátengdar embætti
dagbókarritara eða haldnar í vísindalegum tilgangi. Færri eru
persónulegar þó að skilin séu fráleitt slcýr á milli einkalífs og
opinberra starfa. Á fyrri hluta tímabilsins eru embættismenn
nær einráðir í hópi þeirra sem slcrá tilveru sína í dagbækur, en
minna ber á þeim þegar á líður 19. öld.
Klerkar og kennimenn
Af um 180 dagbókarriturum er rúmur fjórðungur prestar, og líkt
og um aðra lærða menn ber meira á þeim á fyrri hluta þessa
tímabils. Þeir voru oft einu formlega menntuðu mennirnir í
sveitunum sem unnu sitt starf meira og minna með penna í
hendi. í sagnfræðirannsóknum síðustu áratuga, undir fánum
félagssögu, hefur lítið verið hugað að lífsferli presta. Sem eins-
konar andsvar við goðsögninni um stéttlaust samfélag hefur
þeim sem ekki töldust til alþýðustéttar verið ýtt til hliðar og
þeir, allir sem einn, felldir undir það sem kallast veraldleg og
andleg yfirvöld. En rétt eins og bændastéttin rúmaði prestastétt-
in menn af ólíkum efnum, með misjafna menntun og ólíkar hug-
myndir. Sú sýn sem dagbækur veita á lífsferil, samfélagsstöðu og
hugmyndaheim einstaklings og samskipti hans við samfélagið
opnar ekki síst möguleika til rannsóknar á prestastéttinni.
Rúmur helmingur prestlærðra dagbókarritara, 27 alls, telst til
18. aldar manna sé miðað við fæðingarár, þótt ekki hafi þeir all-
ir starfað né haldið daghækur á þeirri öld. Þegar hafa verið nefnd-
ir biskuparnir Hannes Finnsson og Steingrímur Jónsson sem og
Hálfdan Einarsson rcktor á Hólum. Feðgarnir Jón Jónsson eldri
(1719-95) og yngri (1759-1846), sem þjónuðu báðir í Eyjafirði,
Landsbókasafn.
Torfhildur Hólm.
20 Lbs 3985 4to - Dagbók Torfhildar Hólm 17.2. 1889 - 13.6. 1890 og bók með
minnisfærslum án ártals.
117