Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 132
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
(1826-1912) kemur einnig rækilega við sögu handritadeildar
Landsbókasafns á fyrstu áratugum hennar. Árið 1901 keypti
safnið handritakost Hins íslenska bókmenntafélags, og voru
mörg þeirra komin þangað um hendur Jóns.44 Hann starfaði lengi
við bókband, prentverk, bókaútgáfu og bóksölu á Alcureyri og í
Reykjavík, auk þess að vera um tíma lögreglumaður höfuðstað-
arins. Hægt er að fylgjast með gangi mála drjúgan hluta af starfs-
ævi Jóns með því að fletta dagbóltum sem hann hélt frá 1860 til
1907.45
Nafn Sigmundar Matthíassonar Long (1841-1924) hefur verið
nefnt fyrr í þessari greinargerð, og skal nú vikið að dagbókum
hans sem hann hélt á upprunaslóðum sínum á Austurlandi og í
Vesturheimi 1861-1924.46 Sem ungur maður var Sigmundur í
vinnumennsku í Loðmundarfirði, og fyrstu árin sem dagbóldn
nær yfir fjallar hann aðallega um veðurfar og dagleg bústörf á
bæjum þar sem hann var hjú. Einnig má finna þar persónulegri
færslur, m.a. um ástamál, og greinilegt er að bækur og bréfa-
slcriftir skipa stóran sess í lífi hans. Árið 1873 fluttist Sigmund-
ur til Seyðisfjarðar og gerðist veitingamaður þar og síðar hóksali.
Við það breytast færslur nokkuð, og segir meira af atlrafna- og fé-
lagslífi lcaupstaðarins í dagbókinni eftir það. Enn verða hreyting-
ar á högum Sigmundar er hann flytur vestur um haf árið 1889,
og er sá hluti dagbókarinnar spennandi heimild um lífsbaráttu
vesturfara á 19. öld. Meðal dagbólca í handritadeild er um tugur
haldinn af vesturförum, og er þar að finna nokkrar hinar ítarleg-
ustu og merldlegustu. Einn þeirra dagbólcarritara var Björn Hall-
dórsson (1831-1920) bóndi og hreppstjóri á Úlfsstöðum í Loð-
mundarfirði, en hann var húsbóndi Sigmundar til margra ára.
Það veitir möguleika á óvenjulegri samanburðarrannsólcn að til
slculi vera dagbælcur bónda og vinnumanns á sama bæ og á sama
tíma. Sigmundur safnaði handritum og vann að fræðistörfum
beggja vegna Atlantshafsins, og meðal handrita sem hann arf-
leiddi handritadeildina að var merkilegt þjóðfræðilegt efni sem
elclci er að finna annars staðar í heimildum.47
44 Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, bls. 18.
45 ÍB 977 8vo - Dagbækur Jóns Jónssonar Borgfirðings 1860-1907.
46 Lbs 2141-2142 8vo - Dagbólc Sigmundar Matthíassonar Long 1861-1924.
47 Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, bls. 20.
126