Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 112
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
dóttur; sem átt hafði Björn Jónsson Arason-
ar, en þau skildu. Það kom í hlut Eggerts að
gæta hagsmuna fjölskyldu sinnar og afkom-
enda Daða Guðmundssonar í Snóksdal, þeg-
ar stjórnsýsla Danakonungs fór að seilast til
áhrifa í sjávarútvegi á Snæfellsnesi og við
Breiðafjörð. Bróðursonur Eggerts, Hannes
Björnsson, var kvæntur Þórunni Daðadótt-
ur. Upp úr 1570 fór að halla undan fæti fyr-
ir Eggerti. Sonur hans, Jón murti, hafði orð-
ið manni að bana og varð landflótta af þeim
sökum og settist að í Hamborg. Friederike
Christiane Koch sýnir fram á, að Eggert hafi
flutt umtalsverða fjármuni til Hamborgar,
væntanlega til hagsbóta fyrir Jón. Sumarið
1579 varð Eggert fyrir þeirri hremmingu að
erlendir sjóræningjar réðust á heimili lians á
Bæ á Rauðasandi, rændu lausafé hans, mis-
þyrmdu heimilisfólki og höfðu húsbóndann
nakinn á brott með sér. Er líklegt að versl-
unarhagsmunir hafi hér verið í spilinu.
Ragnlteiður Eggertsdóttir varð að leysa föð-
ur sinn út fyrir mikla silfurfúlgu. Árið 1580
fluttist Eggert til Jóns sonar síns í Hamborg.
Hafði hann þá ánafnað dóttur sinni, Ragn-
heiði, hinar miklu jarðeignir hér á landi. í
Hamborg gekk Eggert að eiga frú Armgard
Hesterberg, ekltju íslandskaupmannsins
Arendts Hesterberg, en dóttir þeirra hjóna
var gift Jóni Eggertssyni.
Friederike Christiane Koch hefur lagt
mikla vinnu í að finna heimildir um þetta
fólk í skjölum í Hamborg. I rannsókn henn-
ar lcemur fram, að Eggerti var falið að gæta
hagsmuna ltaupmanns nokkurs frá Ham-
borg á Vestfjörðum - gegndi að því er virðist
noldcurs lconar lconsúlsstörfum. Hún finnur
heimildir um ferðir Eggerts til Hamborgar á
8. áratugnum og ráðstafanir hans í fjármál-
Staatsarchiv Hamburg (720 Plankammer 131-5).
Skjaldarmerki borgarkapteinsins Arendt Eggers, Árna
Jónssonar Eggertssonar, d. 1623.
um þar. Hann lcaupir slculdabréf fyrir álit-
legar upphæðir og býr þannig í haginn fyrir
sig. Elclci varð Eggert langlífur eftir að hann
flutti úr landi, og var hann látinn fyrir 1583,
en þá voru syni hans, Jóni, greiddir vextir af
slculdabréfi, sem faðir hans sálugi hafði átt.
Eggert Hannesson var lagður til hinstu
hvílu í grafhvelfingu Hesterberg-fjölslcyld-
unnar í lcirlcju heilagrar Katrínar í Hamborg.
Aflcomendur Eggerts Hannessonar í Ham-
borg lifðu þar við góð efni og lcomust til
áhrifa. Höfundur finnur í erfðaslcjölum
heimildir fyrir því, að synir Jóns, Eggert og
106