Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 106
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
upp úr pólitískri umræðu Þjóðverja á 16. öld
og höfðu geysivíðtæk áhrif í hinum þýsku
löndum. Ef litið er í skrár Landsbókasafns
má sjá að fræði Lúthers hin minni hafa hins
vegar oftsinnis komið út á íslensku, að
minnsta kosti síðan á 18. öld, enda grund-
vallarrit í kristindómsfræðslu unglinga. At-
hyglisvert er að Maigarita theologica, sem
er útdráttur úr Loci communes eftir
Melanchthon, kom þegar út á 16. öld að til-
hlutan Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups, en
það má teljast grundvallarkennsluefni í sið-
breyttum kristindómi.
Hamborg var mikill uppgangsstaður á of-
anverðri 15. og á 16. öld og Hamborgarkaup-
menn ráku verslun og viðskipti við íslend-
inga, enda mikil eftirspurn á meginlandinu
eftir íslenskri skreið. Hamborg hefur í þann
tíma væntanlega verið sú erlend borg á meg-
inlandinu, sem Islendingar sóttu mest til -
að Björgvin ef til vill undanskilinni. Nærri
má geta að íslenskum sveitamönnum hefur
þótt staðarlegt um að litast í Hamborg, því
þarna voru um þetta leyti að minnsta kosti
fimm myndarlegar kirlcjur auk annarra
reisulegra húsa. Skipaumferð var mikil á
Saxelfi og lífleg umsvif í vöruskemmum
Hamborgarkaupmanna.
Áhugamönnum um íslenska sögu hefur
lengi leikið forvitni á að vita sönnur á sam-
bandi Islendinga við Hamborgarmenn og
Þýskaland á fyrri tíð. Heimildir um þetta
efni liggja hins vegar dreifðar í þýskum
skjalasöfnum og er það tímafrelt þolinmæð-
isvinna að leita þeirra og lesa úr þeim. Hefði
það lílclega reynst íslenslcum fræðimanni
fjárhagslega ofviða að sinna slíku verkefni.
Þar við hætist að hinar miðlágþýsku mál-
lýskur fyrri alda, sem þessar heimildir eru
ritaðar á, reynast heimamönnum býsna tor-
veldar viðfangs - hvað þá útlendingum.
Þýsk fræðikona, Friederike Christiane
Koch, tókst þetta erfiða verk á hendur og
ritaði bók um íslendinga í Hamborg á tíma-
bilinu 1520-1662, er kom út árið 1995.1
Um höfundinn og bakgrunn bókar-
innar
Friederike Christiane Koch fæddist árið
1926 inn í söguelska fjölskyldu. Langa-
langafi hennar, séra Johann Christian Plath
við St. Michaelis-ltirlcjuna í Hamborg, var
einn af stofnendum félagsins Verein fúr
Hamburgische Geschichte árið 1838. Hafa
nú fimm ættliðir verið í þessu félagi, þ.á m.
langafi Friederike, dr. C.R.W. Klose borgar-
bókavörður, afi hennar, dr. Georg Koch
stjörnufræðingur og forstjóri Hagstofunnar í
Hamborg, og faðir bennar, dr. Hugo Kocli
menntaskólakennari. Allir þessir menn
birtu greinar um rannsólcnir sínar á sögu
Hamborgar.
Fyrstu heimilda um samband forfeðra
Friederilce við ísland er getið í lröfuð- og
reilcningabólcum íslandsfara í Hamborg.
Hans Eggers, meðlimur í félagi Englands-
fara, forstöðumaður í St. Jóhannesarlclaustr-
inu í Hamborg og frá árinu 1552 formaður
öldungaráðsins, sigldi á árunum 1545 og
1 Koch, Friederike Christiane. Untersuchungen iiber
den Aufenthalt von Islándern in Hamburg fiir den
Zeitraum 1520-1662 (káputitill: Islander in
Hamburg 1520-1662). Hamburg: Verlag Verein fiir
Hamburgische Geschichte, 1995. 504 bls. (Beitráge
zur Geschichte Hamburgs, 49.) - Grein þessi er
byggð á bókinni og upplýsingum frá Friederike
Christiane Koch.
100