Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 54
DICK RINGLER
RITMENNT
stæðunum varðandi mjög formfastan skáldskap: því fleiri og erfiðari sem formlcröfurnar eru
þeim mun meiri hvatning eru þær skáldinu til að yfirstíga alla erfiðleika, til að vera sífellt
óánægt með það fyrsta sem því dettur í hug og augljósar, auðveldar lausnir, og til að vera
stanslaust vakandi fyrir tækifærum til að brýna og skerpa. Seinni gerð mín af erindinu úr
„Hulduljóðum" hefur (að því er mér finnst) mun meira skáldskapargildi en fyrri gerðin, og
sömu gæðahlutföll ríkja milli fyrri og seinni gerðanna af „Drangey" (sjá síðar).
Ég lærði margt af því sem ég veit varðandi samsetningu enskra gerða af ljóðum fónasar,
og endurskoðun þeirra síðar, með því að kanna ítarlega aðferðir Jónasar sjálfs eins og þær
hirtast í textum sem eru til í mörgum uppköstum. Sérstaklega lærdómsríkt dærni er Ijóðið
„Sogið" sem er til í þremur uppköstum í KG 31 a II. Fyrri gerðirnar tvær, skrifaðar með blý-
anti, mikið leiöréttar og mjög illlæsilegar, strikaði höfundurinn seinna yfir. Þriðju gerðina,
sem er skrifuó með bleki, notuðu Brynjólfur Pétursson og Konráð Gíslason sem heimild þeg-
ar kvæðið var fyrst birt árið 1847. Hér fyrir neðan birtast lokastig gerða 1 og 2 og upphafs-
stig og lokastig gerðar 3. í hverju uppkasti eru orð sem fónas breytti frá fyrra uppkasti prent-
uð með feitu letri. Nokkrir leshættirnir eru vafasamir.
Gerð 1 (lokastig)
Sogið sá ég í veðri -
sækaldri norðanátt
harðlega hristust þá allar
huróir á hverri gátt
En sófin lcom hin sæla
sveiflaði kuldanum burt
og upp komu allar skepnur
með yndi og fegurð og kurt
Þar var of margt af mýi
margt dýrið fyrir ber
Þórði sýnist það sanngjarnt
og sópar framan úr sér.
Gerð 3 (fyrsta stig)
Sogið sá ég í vindi,
sækaldri norðanátt,
og þótti þurrleg seta
þar var af lifandi fátt.
En sólin kom in sæla,
sveipar skýjum frá;
Gerð 2 (lokastig)
Sogið sá ég í veðri
sækaldri norðanátt -
harðlega hristust þá allar
hurðir á hverri gátt.
En sólin kom hin sæla,
sveiflaði kulda frá
upp komu allar skepnur
yndis lofandi þá.
Þar var of margt af mýi
rnökk fyrir sólu ber
Þórði sýnist það sanngjarnt
og sópar hann um sér.
Geró 3 (lokastig)
Við Sogið sat ég í vindi,
sækaldri norðanátt,
og þótti þurrleg seta,
þar var af lifandi fátt.
En sólin reis in sæla,
sveipaði skýjum frá;
50