Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 76
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
TfDINDI
állll©!
ÍSLENDÍNGA
A K K A n I> í ,V O
1. JflU TIL 7. Aul'iT
1847.
HUnrfndarmmn:
.lón 8lKiirð*H<iii Jón OiiðniunilgHon
kxmlitl- pkllot. iiml.oS»maJur.
—• -—
nEYHJAVÍK, 1847.
•I ll«l|a r>rnur> llrlg„>) nl.
Landsbókasafn.
Tíðindi frá alþingi Islendinga
1847 með Þ-i sem er raun-
verulega P sem bætt hefur
verið ofan á.
kirkjuprest þar sem söfnuðurinn heyrði ekki til prestsins eftir að
kirkjan var stækkuð.
í Lanztíðindunum sem töluðu máli yfirvalda var eftirfarandi
skýring gefin á prentbanninu:12
Það hljóta því að vera einhverjar sjerlegar kríngumstæður, sem nú hafa
komið þeim [yfirvöldunum, innsk. S.J.] til að fresta prentun hans hjer
fyrst um sinn; og getum vjer ekki fundið aðra fullgilda ástæðu til þessa
en þá, að af því að prentsmiðjan er eign lanzins og umsjón prentsmiðj-
unnar er falin Stiptsyfirvöldunum á hendur, þá rnuni þau álíta það
skildu sína, að láta ekki prenta neitt það í henni, er þeim þykir vera
landinu skaðlegt, eða að minnsta kosti svo lagað, að það fremur spilli
en bæti, og að scinasta blað Þjóðólfs er prentast átti, hafi haft eitthvað
það að geyma, er Stiptsyfirvöldunum hafi þótt gagnstætt tilgángi prent-
smiðjunnar og blaðsins.
Sveinbjörn brást hart við þeirri staðhæfingu Lanztíðindanna að
Þjóðólfur „hefði haft það eitthvað í för með sjer, sem landinu var
skaðlegt, og fremur til að spilla en bæta. Þennan óhróður gat jeg
ekki þolað, mjer var bannað að tala, því að blað mitt var látið
hætta, og örkin mátti elcki koma fyrir augu alþýðu."13 Með því
að ekki voru aðrar prentsmiðjur á íslandi um þessar mundir en
Prentsmiðja landsins neyddist Sveinbjörn til að sigla til Kaup-
mannahafnar þar sem hann fékk blaðið prentað í prentsmiðju
S.L. Moller með nafninu Hljóðólfur.
Fyrir lesendum blaðsins skýrir Sveinbjörn nafnbreytinguna
með pistli á forsíðu Hljóðólfs. Atvikið er látið gerast á póstskip-
inu hjá Færeyjum 20. mars 1850:14 „Það var um sólaruppruna og
ábyrgðarmaður Þjóðólfs geklc um gólf á þilfarinu. Veður var hið
blíðasta og voru Færeyingar að róa á svið. Þá kallar Þjóðólfur of-
an úr körfunni, þar sem hann hafði fengið að liggja á útsigling-
unni hjá Lanztíðindunum, og segir: Gúdag, hússbóndi góður!
Það dúar veðrið í dag." Abyrgðarmanni bregður í brún og finnst
Þjóðólfur vera orðinn eitthvað dönskuskotinn. Þjóðólfur svarar
og segir að „þegar maður er soleiðis á siglingareisum í framandi
lönd, þá verða menn að leggja sig eftir sprokinu". Að því kemur
í samtalinu að Þjóðólfur biður húsbónda sinn að gefa sér eitt eða
72
12 Lanztíðindi 1:11-12 (28. febrúar 1850), bls. 48.
13 Pjóðólfur 2:34-35 (1. júlí 1850), bls. 137-39.
14 Hljóðólfur 2:30-31 (25. apríl 1850), bls 121.