Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 113
RITMENNT
ÍSLENDINGAR í HAMBORG Á FYRRI TÍÐ
Árni (Arendt), hafi erft hlut í „Brauerbe",
líklega brugghúsi í bæjarhlutanum Neue
Burg í Niltolai-sókn. Eggert Jónsson geklc í
þjónustu Íslandskompanísins í Kaupmanna-
höfn, en Árni gerðist framámaður í sínu
samfélagi í Hamborg. Hann gerðist oddviti,
„Burgercapitain", í annarri deild í borgara-
legu varðliði í sókn heilagrar Katrínar í
Hamborg. í tilefni þess frama lét hann færa
skjaldarmerlci sitt inn í skjaldarmerkjaskrár
borgarinnar. Yngri ættliðir Núpsmanna í
Hamborg hverfa hins vegar sjónum á 17.
öld.
Lokaorð
Þeir íslendingar sem fluttust til Hamborgar
á árunum 1520-1662 voru miklu færri að
höfðatölu og máttu sín minna efnahagslega
- að Núpsmönnum frátöldum - en Hollend-
ingar og spænskættaðir Gyðingar sem
komu til borgarinnar um svipað leyti.
Heimildir greina frá 135 Islendingum sem
dvöldust í Hamborg á því tímabili sem
rannsakað var. Þar af settust aðeins 16 að í
Hamborg. Upplýsingar sem lifðu á vörum
fólks hérlendis og voru síðar færðar til rit-
aðs máls um dvöl Islendinga í Hamborg
undir lolc Hansatímabilsins var í mörgum
tilvikum hægt að staðfesta. Þar að auki var
hægt að draga fram í dagsljósið áður óþekkt-
ar heimildir um líf og störf íslendinga í
borginni.
í ætt- og mannfræðikaflanum, sem kem-
ur í framhaldi af frásagnarköflunum, birtist
afrakstur leitarinnar að Islendingum í Ham-
borg. í ljós kom að eftir ættarnöfnum að
dæma dó lcarlleggur íslenskra innflytjenda
út í fjórða lið. Ástæðurnar fyrir þessu kunna
að vera þær að fáir hafi lifað eða gift sig, en
einnig má vera að þetta fólk hafi flust burt.
Kvenleggurinn hefur horfið inn í aðrar fjöl-
skyldur og verða þeir leggir ekki auðraktir.
Ættartöflunum er ætlað að sýna marg-
slungin tengsl íslenskra Hamborgarfara,
bæði skyldleika og vensl. Heildaryfirsýn yf-
ir fjölskyldutengsl þessara Hamborgarfara á
umræddu 100 ára tímabili hefur höfundur
teiknað upp á tíu metra langa pappírsrollu.
í ráði er að gera afrit af þessari rollu, og verð-
ur eitt eintak geymt í Landsbókasafni Is-
lands - Háskólabókasafni í Reykjavík en
annað í Ríkisskjalasafni Hamborgar. Það
verður viðfangsefni þýskra ættfræðinga að
sýna fram á hve margar rótgrónar fjölskyld-
ur í Hamborg eigi ættir að rekja til íslenskra
innflytjenda við lok Hansatímabilsins.
Enn er þess að geta að rannsólcnir
Friederike Christiane Koch hafa leitt í ljós
að íslensk skjaldarmerki hafa verið tekin
upp í skjaldarmerkjaskrár Hamborgar.
Þá kemur og fram að tilbeiðsla heilags
Thorlacius eða heilags Þorláks var fyrir lögð
og niðurskráð í stofnskjali Bræðralags Is-
landsfara í Hamborg. Hins vegar er hvergi
minnst á Þorlák í ritum um dýrlingadýrkun
í Hamborg. Frá kirkjusögulegu sjónarmiði
er þetta athyglisvert. Á siðskiptatímanum
voru það ýmsir Hamborgarkaupmenn sem
héldu fast við kaþólska trú og höfðu áhrif á
gang mála í Hólabiskupsdæmi. En vert er að
benda á að annar hópur íslandskaupmanna í
Hamborg hafði gengið hinum nýja sið á
hönd og ýmsir af höfuðklerkum Hamborgar
reyndu að hafa áhrif á siðskiptahreyfinguna
í Skálholtsbiskupsdæmi meðan hún var enn
mjög veikburða. Prentlistin átti ríkan þátt í
að útbreiða kenningar siðbreytingarmanna.
107