Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 108
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
Island 1538-1603. Árið 1988 var henni veitt
innganga í félagið Hansischer Geschichts-
verein.
Við starfslok árið 1985 hóf Friederike
rannsóknir í Þjóðskjalasafni Hamborgar og
var viðfangsefnið samband íslendinga og
Hamborgarmanna. Þar sem í höfuð-, reikn-
is-, rentu-, og fátækrabókum bræðralags Is-
landsfara í Hamborg er fjöldi íslenskra
nafna í færslum um framlög og fátækra-
styrki, þá var eðlilegt að rannsólcnir höfund-
ar tækju mið af ættfræði, enda höfðu fræði-
mennirnir Ernst Baasch og Richard Ehren-
berg gert grein fyrir sambandi íslands og
Hamborgar í ljósi hagsögunnar í verkum
sínum við lok síðustu aldar. En það bar
brýna nauðsyn til þess að varpa ljósi á sögu-
legt samhengi íslandssiglinga Hamborgar-
manna sem gerðu íslendingum kleift að
komast til Hamborgar.
Heimildaleit
Vegna íslenskrar nafnavenju með fornafni
og föðurnafni reyndist leitin í þýslcum
skjalasöfnum og bókasöfnum að forfeðrum
og ættingjum íslenskra Hamborgarfara æði
torsótt. Þessi leit var gerð á árunum 1985,
1986 og 1989. Vegna þess að margir báru
sömu nöfnin var hún engu að síður nauð-
synleg til þess að ganga úr skugga um að um
rétta persónu væri að ræða. Auk þess var
reynt að staðfæra hafnir þær sem Hamborg-
arskip sigldu til eftir því sem miólágþýskur
ritháttur leyfði til þess að bera kennsl á ís-
lenska Hamborgarfara. Við rannsókn á ævi-
þáttum og högum þeirra íslendinga, sem
komu til Hamborgar á umræddu tímabili
(1520-1662), komu ættar- og fjölskyldu-
tengsl iðulega í ljós. Tímamörkin í bókinni,
1520-1662, komu til af ástandi heimilda í
Ríkisskjalasafni Hamborgar. í æviskrárhlut-
anum fer höfundur út fyrir sett tímamörk,
einkum hvað varðar eiginlconur og afkom-
endur þeirra íslendinga sem flust höfðu til
Hamborgar.
Vegna þess að engin nýtileg Hansa-bóka-
skrá er til neyddist Friederike til að fara í
gegnum allar bækur sem gefnar hafa verið
út um þetta efni. Auk rækilegra rannsólcna
á íslenska skjalahópnum í Ríkisskjalasafni
Hamborgar reyndist nauðsynlegt að fara í
gegnum öll skjöl frá þessu tímabili til þess
að finna heimildir um veitingu borgararétt-
ar (Einburgerung), störf, veraldleg og kirlcju-
leg virðingarstörf, fésýslu, lcaup, lóðaleigu,
forræði og ritun erfðaskráa, en þar eru
skráðar dánargjafir og framfærsla sjúkra og
snauðra Islendinga sem létust í Hamborg.
Vegna skorts á fjölmörgum heimildum frá
fyrri hluta 16. aldar - bér ber að hafa í huga
brunann mikla í Hamborg 1842 og rninni
borgarbruna í aldanna rás - sem hefðu getað
veitt upplýsingar um persónur og mann-
fræði, er torvelt að gera að nokkru gagni
grein fyrir högum fyrstu íslendinganna sem
fjallað er um í þessu riti. Engu að síður lán-
aðist í nokkrum tilvikum að varpa ljósi á
ástæður til dvalar íslendinga í Hamborg og
hversu lengi þeir dvöldust þar, samband
þeirra við heimamenn og fjölskyldur í Ham-
borg, dvöl í nágrenni Hamborgar og innrit-
un í þýska háskóla á þessu svæði. Athuga-
semdir þær sem fundust í skjölum er varða
Islendingana veita upplýsingar um heim-
boð, tækifæris- og skilnaðargjafir, útreiðar,
siglingar og verslun í Hamborg og nágrenni.
Einnig er gerð tilraun til að varpa ljósi á ein-
102