Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 88
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
kostnaðarmenn, en Helgi Helgason hafði dregið sig í hlé í lok
júlí 1849. Er ekki ósennilegt að yfirvöldin og ráðamenn prent-
smiðjunnar hafi þrýst á að þeir hættu.
Sveinbjörn stóð nú að nafninu til einn uppi með Þjóðólf. Eklci
var það sjálfgert að fá leyfi til að halda blaðinu áfram eins og
fram kemur í orðum Sveinbjarnar við lok fyrsta árgangs Þjóð-
ólfs:30
Það mundi nú, ef til vill, elcki vangleðja suma menn, þó Þjóðólfur liði
undir lok við svo búið, og hvyrfi með öllu niður í gröf þá, sem sagt er að
hann sje kominn úr. En það er þó enn ekki víst, að mönnum þessum
veitist sú gleði. Og jeg veit eltki heldur, hvert það væri óskandi, að það
tækist að þessu sinni, að kveða Þjóðólf niður,- því að, þó þeir kunni að
vera margir, sem helzt vildu, að honum væri fyrir komið, þá hygg jeg
samt, að hinir sjeu ekki öllu færri, sem gildir það einu, þó hann gangi
urn enn eitt árið, og gægist inn hjá mönnum. Jeg hef því farið þess á leit
við stiptsyfirvöldin, að þau lofuðu mjer að halda Þjóðólfi á fram eptir-
leiðis, og jeg hef þegar fengið þeirn jörð í pannt fyrir prentunarkostnaði
hans; en jeg hef þó ekki fengið, enn sem komið er, fullt leyfi þeirra, og
ekki nema ádrátt um, að blaðið megi halda á fram. Þó vænti jeg þess, að
þau eklci synji mjer um prentsmiðjuna í þetta sinn, og þess vegna gef jeg
öllum vinum Þjóðólfs heldur góða von um, að hann byrji aðra göngu
sína í næsta nóvembermánuði, eins og hann hóf ferð sína í fyrra.
Yfirvöldunum var ekki stætt á öðru en að leyfa prentun annars
árgangs af Þjóðólfi þegar Sveinbirni tókst að útvega veð í jörð
sem tryggingu fyrir greiðslu. Enda átti Sveinbjörn víðtækan
stuðning margra manna eins og glöggt kom í ljós þegar prentun
Þjóðólfs var stöðvuð í febrúar 1850. Þá safnaðist mikið fé til
handa Sveinbirni á skammri stund til að hann gæti farið til
Kaupmannahafnar og látið prenta blaðið, en sjálfur hafði hann
engin efni til að kosta Kaupmannahafnarferðina.
Yfirvöldin reyndu engu að síður að þrengja að Sveinbirni. Þeg-
ar fjórði árgangur Þjóðólfs hófst í janúar 1852 eftir að útgáfan
hafði legið niðri í hálft ár slcrifar Sveinbjörn opið bréf til útbýt-
ingamanna og kaupenda Þjóðólfs.31
Þegar nú loksins Þjóðólfur kemur á fund yðar, góðu vinir! eptir hálfs árs
heimasetu, þá finn jeg mjer skylt að biðja yður alla fyrirgefningar á þess-
um draugaskap hans; og kenni jeg um hann „kringumstæðunum og
30 Þjóðólfui 1:23-24 (14. okt. 1849), bls. 100.
31 Þjódólfui 4:72-73 (20. jan. 1852), bls. 293.
84
J