Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 121
RITMENNT
DAGBÆKUR f HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS
Á 19. öld eru embættismenn ekki eins áberandi meðal dag-
bólcarritara. Þess í stað má sjá merki eða fyrirboða vaxandi borg-
arastéttar í þessum hópi, þar sem skáld, menntamenn og blaða-
menn standa fremstir. Nafnarnir Björn Jónsson, ritstjóri Norðan-
fara á Akureyri (1802-86), og Björn Jónsson, prentari og ritstjóri
Austurlands og fleiri blaða (1854-1920), héldu til dæmis báðir
dagbækur nátengdar eigin starfssviði.14 Þekktastur dagbókarrit-
ara á 19. öld er án efa Jónas Hallgrímsson, slcáld og náttúrufræð-
ingur (1807-45). Bælcur hans eru þó fyrst og fremst fræðilegar
minnisbælcur úr leiðöngrum um ísland 1837-42 og teljast jaðar-
tilvilc í hópi dagbólca.15 Sama má segja um dagbælcur annars
slcálds, Þorsteins Erlingssonar (1858-1914). Eftir liann liggja dag-
bælcur af söguslóðum Fjalla-Eyvindar ásamt ýmsum öðrum að-
föngum til sögu hans og dagbólcarbrot frá rannsólcnarferðum um
íslenslca sögustaði að undirlagi Cornelíu Horsford.16 Litlu per-
sónulegri eru dagbælcur Þorsteins frá námsárunum í Reylcjavílc
og Kaupmannahöfn 1875-77 og 1885-87 með örstuttum, óreglu-
legum færslum, einlcum varðandi námsefnið.17
Ýmsir menntamenn byrjuðu að slcrifa dagbækur á námsárum
sínum. Páll Pálsson „stúdent" (1806-77) hélt almanaksdagbók
frá árinu 1820 óslitið til 1856, fyrst sem námspiltur hjá Stein-
grími bislcupi Jónssyni og síðar sem slcrifari Bjarna Thorarensen
amtmanns.18 Frá árinu 1827 slcráði hann meðal annars veður-
mælingu, bæði hitastig og loftvog, en annars voru einlcum færð
til bólcar ferðalög og gestalcomur. Annar Páll Pálsson, sá er bar
ættarnafnið Melsteð (1812-1910), lióf að færa dagbólc á námsár-
um sínum í Kaupmannahöfn 1835 og slcráði hann óreglulegar
8vo - Dagbók úr ferð Finns Magnússonar til Þýskalands og Englands ein-
hvern tíma á árunum 1820-30.
14 Lbs 312-315 8vo - Dagbólc Björns Jónssonar ritstjóra. ÍB 932 8vo - Dagbók
Björns Jónssonar ritstjóra. Lbs 2927 8vo - Dagbólc Björns Jónssonar prentara
(Dagbók Austurlands) 22.7. - 6.12. 1907. Sjá einnig: Lbs 2105 8vo - Dagbólc
Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs 1840-72.
15 ÍB 6 8vo, ÍB 8 8vo og ÍB 10 fol - Dagbælcur Jónasar Hallgrímssonar 1839-42.
16 Lbs 4173 4to - Dagbækur Þorsteins Erlingssonar úr ferðum á söguslóðir
Fjalla-Eyvindar. Lbs 4180 4to - Dagbækur úr rannsólcnarferðum Þorsteins Er-
lingssonar á íslenskar söguslóðir að undirlagi Cornelíu Horsford 1895 og til
Cambridge í Boston ásamt Valtý Guðmundssyni 1896.
17 Lbs 4180 4to - Dagbók Þorsteins Erlingssonar haldin í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn 1875-77 og 1885-87.
18 Lbs 342-346 8vo - Handskrifuð almanölc með minnisgreinum Páls Pálssonar
„stúdents" 1820-56.
115