Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 50
DICK RINGLER
RITMENNT
og ferðalangurinn ungi sem glataði sinni eigin tungu erlendis og kom heim án þess að hafa fengið neina
aðra í staðinn.8
Það sem ber að forðast þegar ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru þýdd eru tilraunir til að líkja
eftir stíllegum og mállegum einkennum í frumtextum hans sem mundu fæða af sér nútíma-
ensku sem væri forneskjuleg, óeðlileg, uppskrúfuð og afkáraleg með margvíslegum hætti (og
um leið óskáldleg eða andskáldleg enska).9
Ef ljóðræn þýðing á ljóði eftir Jónas er vel heppnuð finnst ensleum samtímalesanda að hún
sé verk sem hefði hugsanlega getað verið skrifaö nú á dögum. Þetta þýðir að þegar þýðand-
inn er að setja saman sína ensku gerð verður hann að forðast alla meðvitaða og yfirvegaða
fyrningu máls, til dæmis allar tilraunir til að líkja eftir stíl Cowpers, Burns, Wordsworths og
Keats - fyrirrennara og samtímamanna sem Jónas átti sitthvað sameiginlegt með. Þeirra
enska hljómar oft fornlega nú á dögum en það gerir íslenska Jónasar sjaldnast. Þýðandinn
verður líka að hafna sérkennilegu orðfæri og óeðlilegri setningasldpun (enskar ljóðlínur eins
og „Who prop, thou ask'st, in these sad days, my mind?" hjá Matthew Arnold verður að forð-
ast eins og heitan eldinn) og hann verður að setja saman enskar ljóðlínur sem - að svo mildu
leyti sem það er unnt - sýna venjulega og óþvingaða enska orðaröð. Þá setningafræðilegu
fimleika sem er hægt að stunda á beygingamáli eins og íslensku -
Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val;
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal -
er ógerlegt að hafa í frammi á ensku og sérhver tilraun til að líkja eftir þeim leiðir af sér
ólæsilegan kveðskap á ensku; þess vegna verður þýðandinn að talca aðra stefnu:
Queen of all our country's mountains,
crowned with snow sublime and pure!
Once you poured from fiery fountains
floods of lava down the moor.10
8 Denham, John (þýð.). The destruction of Troy, bls. [A3|.
9 Til dæmis það mál sem birtist í þýðingum Lee Hollanders á Eddukvæðum, eins og í áttunda erindinu í þýðingu
hans á Prymskviðu þar sem Þrymur segir (The Poetic Edda, bls. 105):
Hlórrithi's hammer I hide with me
full eight rosts deep the ground beneath;
Mjolnir no wight may win from me
but he Freya bring as bride to me.
10 Frá setningafræðilegu (en ekki bragfræðilegu) sjónarmiði er ljóð eins og „Dalvísa" (JHIV, 24) - sem er ekki ann-
að en röð af ósamtengdum upphrópunum og Halldór Laxness sagði að væri lítaníukennt - tiltölulega auðvelt í
þýðingu, þar sem samsetningur eins og fjórða erindi „Hulduljóða" (JH IV, 11) er hins vegar djöflinum snúnari:
46