Ritmennt - 01.01.1998, Síða 50

Ritmennt - 01.01.1998, Síða 50
DICK RINGLER RITMENNT og ferðalangurinn ungi sem glataði sinni eigin tungu erlendis og kom heim án þess að hafa fengið neina aðra í staðinn.8 Það sem ber að forðast þegar ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru þýdd eru tilraunir til að líkja eftir stíllegum og mállegum einkennum í frumtextum hans sem mundu fæða af sér nútíma- ensku sem væri forneskjuleg, óeðlileg, uppskrúfuð og afkáraleg með margvíslegum hætti (og um leið óskáldleg eða andskáldleg enska).9 Ef ljóðræn þýðing á ljóði eftir Jónas er vel heppnuð finnst ensleum samtímalesanda að hún sé verk sem hefði hugsanlega getað verið skrifaö nú á dögum. Þetta þýðir að þegar þýðand- inn er að setja saman sína ensku gerð verður hann að forðast alla meðvitaða og yfirvegaða fyrningu máls, til dæmis allar tilraunir til að líkja eftir stíl Cowpers, Burns, Wordsworths og Keats - fyrirrennara og samtímamanna sem Jónas átti sitthvað sameiginlegt með. Þeirra enska hljómar oft fornlega nú á dögum en það gerir íslenska Jónasar sjaldnast. Þýðandinn verður líka að hafna sérkennilegu orðfæri og óeðlilegri setningasldpun (enskar ljóðlínur eins og „Who prop, thou ask'st, in these sad days, my mind?" hjá Matthew Arnold verður að forð- ast eins og heitan eldinn) og hann verður að setja saman enskar ljóðlínur sem - að svo mildu leyti sem það er unnt - sýna venjulega og óþvingaða enska orðaröð. Þá setningafræðilegu fimleika sem er hægt að stunda á beygingamáli eins og íslensku - Fanna skautar faldi háum fjallið, allra hæða val; hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal - er ógerlegt að hafa í frammi á ensku og sérhver tilraun til að líkja eftir þeim leiðir af sér ólæsilegan kveðskap á ensku; þess vegna verður þýðandinn að talca aðra stefnu: Queen of all our country's mountains, crowned with snow sublime and pure! Once you poured from fiery fountains floods of lava down the moor.10 8 Denham, John (þýð.). The destruction of Troy, bls. [A3|. 9 Til dæmis það mál sem birtist í þýðingum Lee Hollanders á Eddukvæðum, eins og í áttunda erindinu í þýðingu hans á Prymskviðu þar sem Þrymur segir (The Poetic Edda, bls. 105): Hlórrithi's hammer I hide with me full eight rosts deep the ground beneath; Mjolnir no wight may win from me but he Freya bring as bride to me. 10 Frá setningafræðilegu (en ekki bragfræðilegu) sjónarmiði er ljóð eins og „Dalvísa" (JHIV, 24) - sem er ekki ann- að en röð af ósamtengdum upphrópunum og Halldór Laxness sagði að væri lítaníukennt - tiltölulega auðvelt í þýðingu, þar sem samsetningur eins og fjórða erindi „Hulduljóða" (JH IV, 11) er hins vegar djöflinum snúnari: 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.