Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 126
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
Bændur og búalið
Ritmenning var lengi fram eftir nýöld forréttindi prestlærðra
manna og annarra sem nutu formlegrar menntunar, einkum
embættismanna. Betri bændur, til dæmis þeir sem völdust til
hreppstjórastarfa, hafa þó einnig talist til skrifandi manna, svo
og sjálfmenntaðir bólcagrúskarar. Læsi er talið hafa verið að kalla
almennt í bændasamfélaginu, en með skriftarkunnáttu var því
öðruvísi farið. Nývæðing danslca konungsríkisins á síðari hluta
18. aldar hafði meðal annars þau áhrif að skriftarkunnátta tók að
breiðast út fyrir áhrif píetisma og upplýsingar. En hinar hug-
myndasögulegu stefnur eru eklci einar um að valda breytingum
í samfélögum, og ýmislegt bendir til þess að viðbrögð fólks við
breyttum lífsháttum séu elcki síður hvati til útbreiðslu þekking-
ar og færni á borð við slcriftarkunnáttu. Var það fyrst árið 1880
að sett voru lög um skriftarkennslu á íslandi, en þá þegar hafði
skrifandi mönnum fjölgað mikið, og má líta á lagasetninguna
sem staðfestingu á þeirri þróun fremur en hvata hennar.
Það safn varðveittra dagbóka, almanaka og veðurbólca sem hér
er til umfjöllunar gefur nokkra mynd af útbreiðslu skriftarkunn-
áttu meðal almennings á 19. öld, hagnýtingu hennar og þýðingu
í bændasamfélagi á breytingatímum. Alls eru 76 dagbækur og
brot, almanök með minnisfærslum, veðurbækur og minnisbæk-
ur á skrá í handritadeild Landsbókasafns sem ritaðar voru af al-
þýðufólki á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Hér er hugtakið al-
þýða notað í mjög víðri merkingu: bændur í ólíkum efnum, sem
og þeirra búalið, sjómenn, iðnaðannenn og aðrir sem stóðu utan
hóps embættis- og menntamanna.
Aðeins ein dagbók bónda er varðveitt frá 18. öld. Jón Sigurðs-
son (1737-um 1820), bóndi og hreppstjóri á Urðum í Eyjafirði,
hóf að halda almanök með dagbókarfærslum árið 1774, og eru
þau geymd ásamt almanökum afkomenda hans sem ná samfellt
til ársins 1860.26 Formið er svipað og síðar verður á bændadag-
bókum 19. aldar, stuttar daglegar færslur um veður og búskap, og
almanökunum fylgir veðurspá, hvort sem þau voru prentuð eða
handskrifuð. Jón Árnason, bóndi í Haga í Aðaldal (1779-1874),
26 ÍB 408-419 8vo - Almanök með minnisfætslum Urðarmanna, einkum Jóns
Sigurðssonar 1774-1860.
120