Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 120
DAVÍÐ ÓLAFSSON
RITMENNT
Biskuparnir Hannes Finnsson (1739-96) og Steingrímur Jóns-
son (1769-1845) lögðu sig báðir eftir dagbókarhaldi. Hannes jók
minnisfærslum við almanök sín á námsárunum í Kaupmanna-
höfn og færði þar óreglulega til bókar þátttöku sína í félags- og
menningarlífi borgarinnar og síðar dagleg fræðistörf.7 Hannes
skildi einnig eftir sig veðurbók, haldna í Skálholti 1777—81,8
Elstu dagbækur Steingríms Jónssonar eru úr vísitasíu Hannesar
biskups um Vesturland og Vestfirði árið 1790 og úr öðrum ferð-
um bislcups 1791-92 og 1794-95, en hann var þá skrifari bislcups
og slcráði framgang ferðarinnar, viðlcomustaði, tíðarfar og fleira.9
Steingrímur hélt einnig almanölc með minnisfærslum fyrir sig
sjálfan í Slcálholti 1790-96 og dagbælcur í Kaupmannahöfn
1800-1804, á Bessastöðum 1804 og lolcs sem bislcup í Laugarnesi
1824-25.10 Handritasöfn þeirra Hannesar og Steingríms, alls 393
bindi, urðu síðar grunnurinn að handritasafni Landsbólcasafns er
það var stofnað 5. júní 1846.* 11
Af þelclctum 18. aldar mönnum má til viðbótar nefna Hálfdan
Einarsson relctor Hólaslcóla (1732-85), Magnús Ketilsson sýslu-
mann Dalamanna (1732-1803) og Jón Espólín sýslumann og
sagnaritara (1769-1836) sem allir liéldu dagbælcur um árabil.12
Loks má nefna fjóra embættismenn sem fæddir voru á 9. áratug
18. aldar en slcrifuðu dagbælcur fram undir miðja 19. öld, nafn-
ana og amtmennina Bjarna Thorarensen (1786-1841) og Tlior-
steinsson (1781-1876), Grím Jónsson amtmann (1785-1849) og
Finn Magnússon slcjalavörð (1781-1847).13
7 Lbs 136-137 8vo - Almanök með minnisgreinum Hannesar Finnssonar 1755,
1760, 1761 og 1764.
8 Lbs 46 fol - Veðurbólc Hannesar Finnssonar 9.12. 1777 - 2.3. 1781. Þar er
einnig samtíningur um veðurfar og árferði m.h. Hannesar.
9 Lbs 95 8vo - „Kort reisubók". Dagbók Steingríms Jónssonar 1790-92 og
1794-95.
10 Lbs 341 8vo - Almanök með minnisfærslum Steingrlms Jónssonar 1790-96.
Lbs 1748-49 8vo - Dagbækur Steingríms Jónssonar 1800-1804. ÍB 627 8vo -
Dagbók Steingríms Jónssonar 1804-05 og 1824-25.
11 Ögmundur Helgason: Handritasafn Landsbókasafns 150 ára, bls. 13.
12 Lbs 669 8vo - Dagbók Hálfdans Einarssonar Hólarektors 1768-83. Lbs 573
4to - Dagbók Magnúsar Ketilssonar sýslumanns 1779-1802. Lbs 696 8vo -
Dagbólc Jóns Espólín sýslumanns 1797-1836.
13 Lbs 1952 8vo - Almanök með minnisfærslum Bjarna Thorarensen 1839. Lbs
3591 8vo - Ferðadagbók Bjarna Thorsteinssonar úr siglingum hans til Dan-
merkur 1834-35 og 1847-48. Lbs 2002 8vo - Almanök með minnisfærslum
Gríms Jónssonar 1816-18 og 1832-36. JS 163-193 8vo - Minnisbækur Finns
Magnússonar frá árinu 1819, einkum um fornfræði, galdra og rúnir. JS 342
114