Ritmennt - 01.01.1998, Side 88

Ritmennt - 01.01.1998, Side 88
STEINGRÍMUR JÓNSSON RITMENNT kostnaðarmenn, en Helgi Helgason hafði dregið sig í hlé í lok júlí 1849. Er ekki ósennilegt að yfirvöldin og ráðamenn prent- smiðjunnar hafi þrýst á að þeir hættu. Sveinbjörn stóð nú að nafninu til einn uppi með Þjóðólf. Eklci var það sjálfgert að fá leyfi til að halda blaðinu áfram eins og fram kemur í orðum Sveinbjarnar við lok fyrsta árgangs Þjóð- ólfs:30 Það mundi nú, ef til vill, elcki vangleðja suma menn, þó Þjóðólfur liði undir lok við svo búið, og hvyrfi með öllu niður í gröf þá, sem sagt er að hann sje kominn úr. En það er þó enn ekki víst, að mönnum þessum veitist sú gleði. Og jeg veit eltki heldur, hvert það væri óskandi, að það tækist að þessu sinni, að kveða Þjóðólf niður,- því að, þó þeir kunni að vera margir, sem helzt vildu, að honum væri fyrir komið, þá hygg jeg samt, að hinir sjeu ekki öllu færri, sem gildir það einu, þó hann gangi urn enn eitt árið, og gægist inn hjá mönnum. Jeg hef því farið þess á leit við stiptsyfirvöldin, að þau lofuðu mjer að halda Þjóðólfi á fram eptir- leiðis, og jeg hef þegar fengið þeirn jörð í pannt fyrir prentunarkostnaði hans; en jeg hef þó ekki fengið, enn sem komið er, fullt leyfi þeirra, og ekki nema ádrátt um, að blaðið megi halda á fram. Þó vænti jeg þess, að þau eklci synji mjer um prentsmiðjuna í þetta sinn, og þess vegna gef jeg öllum vinum Þjóðólfs heldur góða von um, að hann byrji aðra göngu sína í næsta nóvembermánuði, eins og hann hóf ferð sína í fyrra. Yfirvöldunum var ekki stætt á öðru en að leyfa prentun annars árgangs af Þjóðólfi þegar Sveinbirni tókst að útvega veð í jörð sem tryggingu fyrir greiðslu. Enda átti Sveinbjörn víðtækan stuðning margra manna eins og glöggt kom í ljós þegar prentun Þjóðólfs var stöðvuð í febrúar 1850. Þá safnaðist mikið fé til handa Sveinbirni á skammri stund til að hann gæti farið til Kaupmannahafnar og látið prenta blaðið, en sjálfur hafði hann engin efni til að kosta Kaupmannahafnarferðina. Yfirvöldin reyndu engu að síður að þrengja að Sveinbirni. Þeg- ar fjórði árgangur Þjóðólfs hófst í janúar 1852 eftir að útgáfan hafði legið niðri í hálft ár slcrifar Sveinbjörn opið bréf til útbýt- ingamanna og kaupenda Þjóðólfs.31 Þegar nú loksins Þjóðólfur kemur á fund yðar, góðu vinir! eptir hálfs árs heimasetu, þá finn jeg mjer skylt að biðja yður alla fyrirgefningar á þess- um draugaskap hans; og kenni jeg um hann „kringumstæðunum og 30 Þjóðólfui 1:23-24 (14. okt. 1849), bls. 100. 31 Þjódólfui 4:72-73 (20. jan. 1852), bls. 293. 84 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.