Ritmennt - 01.01.2005, Side 74

Ritmennt - 01.01.2005, Side 74
ÁRMANN JAKOBSSON RITMENNT og margir þættir Morkinskinnu snúast ein- mitt um lesti hans. Brestir Haralds eru enda bæði til þess fallnir að skapa frásagnarverða togstreitu og spennu en um leið koma á framfæri almennari visku um mikilvægar dyggðir konunga og annarra stjórnenda.16 íslendingur sem lcemur að utan til þessa heims getur auðvitað átt von á andbyr og erfióleikum, en samt getur mótlætið einn- ig verið jákvætt. Islendingur við norsku hirðina getur ekki reitt sig á neinn nema sjálfan sig og neyðist því til að verða sterkur og sjálfstæður. Þannig þarf Sneglu-Halli að grípa fyrsta tækifærið til að vekja athygli á sér þegar hann siglir fyrir Agðanes á leið til Þrándheims og herslcip lcemur á móti. Þar er maður í rauðum kyrtli sem spyr hver stýri skipinu og þá svarar Halli að bragði og kemst þannig í færi við göfugan Norðmann sem reynist síðan vera konungur sjálfur. Konungur er gjarnan árásargjarn í tali, og þegar Halli hefur svarað spyr hann strax hvort jötunninn Agði hafi ekki sorðið þá félaga áður en hann hleypti þeim fyrir nesið. Halli er þá skjótur til svars og segir að jöt- unninn hljóti að hafa beðið betri manna og vonist nú eftir viðmælandanum sjálfum. Þetta snögga en grófa tilsvar reynist vera fyrsta skref hans til að komast í náð kon- ungs. Eklci leikur á tveimur tungum að hann tekur áhættu. Hver veit hvernig slcap- bráður konungur bregst við svona svari? En ef til vill hafa Halla borist spurnir af skapferli Haralds konungs. Þessi tiltelcni konungur er óvenju mikill vinur íslendinga og þeim velviljaður. Auk heldur er hann sjálfur skáld og sagnamaður og leggur kapp á að halda uppi skáldskap og söguflutningi við hirðina. Fyndni er mikilvægur lcostur í augum hans, og ef marka má Sneglu-Halla þátt í Flateyjarbók kastaði hann hæðiyrðum að þeim er honurn sýndist en þoldi allra manna best þótt að honum væri lcastað klámyrðum.17 Svar Halla um Agða kynni að hafa komið honum í koll andspænis öðrum konungi, en hann hittir í mark, og Haraldur konungur tekur við honum þegar hann biður um leyfi til að fá að vera við hirð hans, en hefur þó á þann fyrirvara að hirðin sé erfið útlendingum. Ný tegund orðlistamanns Munnur Halla reynist þannig mikilvægt hjálpartæki á leið hans inn í hirðsamfélagið. Ef Halli væri ekki snöggur til svars er óvíst að konungur hefði tekið við honum. Einn brandari dugar þó skammt í þessu sam- félagi, Halli þarf stöðugt að minna konung á hæfileika sína. Síðar kemst hann til meiri metorða þegar hann er sneggstur hirðmanna að setja saman vísu um dverginn Tútu, og þegar hann fellur í ónáð bjargar hann sér frá bráðum bana með annarri vísu um dverg- inn. Allt eru þetta dæmi um siðmenntaða notkun munnsins þó að mörkin séu held- ur óljósari hjá Halla en öðrum vegna þess hversu klúr og líkamleg gamansemi hans 16 Við Theodore M. Andersson höfum tekist nokkuð á um lýsingu Haralds harðráða i Morkinskinnu (sjá einkum Andersson, „The Politics of Snorri Sturluson," Journal of English and Germanic Philology 93 (1994), bls. 55-78; Ármann Jakobsson, „The Individual and the Ideal: The Representation of Royalty in Morkinskinna, Journal of Enghsh and Germanic PhiJoJogy 99 (2000), bls. 71-86; Ármann Jakobsson, Staður í nýjum heimi, bls. 193-202). 17 Flateyjarbók. C.R. Unger gaf út. Kristjanía 1868, bls. 415. 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.