Ritmennt - 01.01.2005, Page 75
RITMENNT
MUNNUR SKÁLDSINS
er. Einnig er dvergurinn fyrst og fremst
við hirðina vegna afbrigðilegs líkamsvaxt-
ar þannig að í dróttkvæðri vísu um slíka
mannveru er ákveðin spenna milli hins
andlega og hins líkamlega.
Sneglu-Halli er aðeins einn af mörgum
Islendingum sem nær frama við norsku hirð-
ina sem hirðskáld eða skemmtikraftur.18 En
hann er greinilega ný tegund eins og sést á
fyrsta tilsvari hans þar sem spaugið er gróft
og kynferðislegt. Einnig er áberandi að hann
heldur sér í náðinni með því að yrkja hratt,
frekar en vel. Hér gagnast Halla að honum
þykir ekki fyrir neðan virðingu sína að yrkja
vísu um dverg þegar þess er óskað, ólíkt
íslenska hirðskáldinu Þjóðólfi sem er á fleti
fyrir þegar Halli kemur til hirðarinnar. Þessi
munur íslendinganna tveggja er dreginn enn
skýrari dráttum í Flateyjarbókargerð þátt-
arins þar sem nýi kaflinn gefur sterklega
til kynna að Halli sé ekki síst í hávegum
hafður af konungi vegna þess að hann sé
ruddalegri en allir aðrir og víli ekki fyrir sér
að gantast með kynlíf manna og hesta eða
að nota orðið „reðr" í vísu.19
í Flateyjarbókargerð þáttarins kemur
fram að konungi virðist ekki síst falla í
geð hversu frakkur Halli er, þó að drottn-
ingu hans líki illa við hann af þeim sökum.
Greinilega finnst henni Halli ekki hegða
sér á viðeigandi hátt fyrir hirðmann, og að
það sé fyrir neðan virðingu konungs að hafa
slíkan mann með sér. Er konungur þá ef til
vill að andæfa drottningu og hugmyndum
hennar um fágun með því að vingast við
Halla? Eða er hann aðeins að leika sér eins
og skólastrákur? Báðar túlkanirnar koma
til greina, en um leið kemur fram í báðum
gerðum þáttarins að aðdáun konungs á
ruddaskap Halla eru takmörk sett. Það sést
þegar Halli hleypur frá föruneyti konungs
og finnst í baltgarði að éta graut.
Orð manna geta verið vopn í einvígum
tungunnar, og um það eru allmörg dæmi í
þættinum. Þetta þekkjum við úr ýmsurn
norrænum miðaldatextum þar sem finna
má sennur og mannjöfnuði.20 Það einvígi,
sem mest rækt er lögð við, fer fram milli
Halla og Þjóðólfs. Árekstur þeirra er þó í
fyrstu óbeinn. Þegar Þjóðólfur hefur unnið
sér frægð með vísunum um skinnarann
og smiðinn er Halla ögrað. Þjóðólfi þykir
hlægilegt þegar Halli kemur sér úr húsi
með grautarátinu. En það er fyrst á jólunum
að átök þeirra verða bein. Þá hyggst Halli
stíga skrefið til fulls og flytja konungi vel
ort kvæði. Greinilega er Þjóðólfi þá ógnað
því að hann grípur tækifærið og fer að rifja
upp Kolluvísur sem Halli hafi ort um kýr
heima á íslandi. Leynir sér ekki að það
þykir óvirðulegt viðfangsefni fyrir hirðskáld
sem á að fást við orustur og önnur afrek
konunga. Halli getur hins vegar goldið í
sömu mynt og rifjað upp Sóptrogsvísur sem
Þjóðólfur hafði sjálfur ort á íslandi þegar
hann bar þar út ösku og þótti ekki til
18 Hlutskipti slíkra manna væri efni í sérstaka bók,
en í Morkinskinnu er meðal annars lýst íslensku
hirðskáldi sem uppi er á miðri 12. öld og þarf að
keppa um hylli konungs við alls konar leikara og
trúða sem iðkendum fornrar dróttkvæðalistar hefur
eflaust fundist nokkur minnkun af (Moikinskinna,
bls. 446-48; sjá einnig Stað í nýjum heimi, bls.
165-66|.
19 Flateyjarbók, bls. 427-28.
20 Fyrir slíkum texturn gerir Karen Swenson grein í
nýlegu riti [Performing Definitions: Two Genres
of Insult in Old Norse Literature. Columbia, S.C.
1991).
71